Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 20:28 Skrifstofur ráðgjafarfyrirtækis Steele í London. Steele tók saman skýrslu um tengsl Trump við Rússland fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsaka upptök Rússarannsóknarinnar svonefndu ræddu við Christopher Steele, breskan fyrrverandi njósnara, í sextán tíma í síðasta mánuði. Steel er höfundur umdeildrar skýrslu um meint tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld. Steele-skýrslan svonefnda hefur ítrekað orðið að skotspóni Trump forseta og bandamanna hans undanfarin misseri. Skýrsluna tók hann saman fyrir rannsóknafyrirtækið Fusion GPS sem hafði verið ráðið til að rannsaka tengsl Trump við Rússland, fyrst af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins en síðar af landsnefnd Demókrataflokksins. Upplýst var um efni skýrslunnar í byrjun árs 2017, þar á meðal svæsnar en óstaðfestar frásagnir af heimsóknum Trump til Moskvu. Þar voru færð rök fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra og framboðs Trump. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekki var sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa. Í skýrslu Mueller var engu að síður lýst fjölda samskipta Rússa og starfsmanna framboðsins. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að skýrslan hafi verið grundvöllur rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs hans við rússnesk stjórnvöld. Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafi fengið hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump á grundvelli hennar.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark WilsonTöldu vitnisburð njósnarans trúverðugan Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú tildrög Rússarannsóknarinnar svonefndu og þá sérstaklega hvort hlerunarheimildin gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump, hafi verið fengin með réttmætum hætti. Page hafði áður verið á lista bandarískra yfirvalda vegna samskipta við útsendara rússneskra stjórnvalda. Trump og félagar hafa lýst hlerunarheimildinni sem sönnun þess að „njósnað“ hafi verið um framboðið. Þrír lögfræðingar hans ræddu við Steele í London í júní, á sama tíma og Trump forseti var þar í opinberri heimsókn, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðtalið er sagt hafa farið erfiðlega af stað. Lögfræðingarnir hafi þó talið framburð Steele nægilega trúverðugan til að framlengja rannsókn sína. Bandaríska blaðið Politico segir að framburður Steele hafi komið lögfræðingunum á óvart. Hann hafi veitt þeim nýjar og mikilvægar upplýsingar.New York Times heldur því fram að innri endurskoðandinn sé nærri því að birta niðurstöðu rannsóknar sinna á tildrögum Rússarannsóknarinnar. Lögfræðingarnir hafi gengið á Steele um hvernig hann staðfesti heimildir sínar í Rússland, hvernig hann greindi frá þeim og hvernig hann ákvað hvaða fullyrðingar þeirra hann setti í skýrslu sína. Þá spurðu þeir hann út í samskipti sín við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI og ráðuneytið sjálft. Ólíkt því sem Trump og bandamenn hans hafa haldið fram má rekja upphaf Rússarannsóknarinnar til þess að sendiherra Ástralíu gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um að George Papadopoulos, utanríkismálaráðgjafi framboðs Trump, hafi fullyrt við sig að Rússar byggju yfir fjölda tölvupósta Hillary Clinton nokkru áður en uppljóstranavefurinn birti þá opinberlega. Rússneskir hakkarar stálu póstum hennar og landsnefndar Demókrataflokksins. Bandaríkin Bretland Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsaka upptök Rússarannsóknarinnar svonefndu ræddu við Christopher Steele, breskan fyrrverandi njósnara, í sextán tíma í síðasta mánuði. Steel er höfundur umdeildrar skýrslu um meint tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld. Steele-skýrslan svonefnda hefur ítrekað orðið að skotspóni Trump forseta og bandamanna hans undanfarin misseri. Skýrsluna tók hann saman fyrir rannsóknafyrirtækið Fusion GPS sem hafði verið ráðið til að rannsaka tengsl Trump við Rússland, fyrst af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins en síðar af landsnefnd Demókrataflokksins. Upplýst var um efni skýrslunnar í byrjun árs 2017, þar á meðal svæsnar en óstaðfestar frásagnir af heimsóknum Trump til Moskvu. Þar voru færð rök fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra og framboðs Trump. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekki var sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa. Í skýrslu Mueller var engu að síður lýst fjölda samskipta Rússa og starfsmanna framboðsins. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að skýrslan hafi verið grundvöllur rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs hans við rússnesk stjórnvöld. Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafi fengið hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump á grundvelli hennar.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark WilsonTöldu vitnisburð njósnarans trúverðugan Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú tildrög Rússarannsóknarinnar svonefndu og þá sérstaklega hvort hlerunarheimildin gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump, hafi verið fengin með réttmætum hætti. Page hafði áður verið á lista bandarískra yfirvalda vegna samskipta við útsendara rússneskra stjórnvalda. Trump og félagar hafa lýst hlerunarheimildinni sem sönnun þess að „njósnað“ hafi verið um framboðið. Þrír lögfræðingar hans ræddu við Steele í London í júní, á sama tíma og Trump forseti var þar í opinberri heimsókn, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðtalið er sagt hafa farið erfiðlega af stað. Lögfræðingarnir hafi þó talið framburð Steele nægilega trúverðugan til að framlengja rannsókn sína. Bandaríska blaðið Politico segir að framburður Steele hafi komið lögfræðingunum á óvart. Hann hafi veitt þeim nýjar og mikilvægar upplýsingar.New York Times heldur því fram að innri endurskoðandinn sé nærri því að birta niðurstöðu rannsóknar sinna á tildrögum Rússarannsóknarinnar. Lögfræðingarnir hafi gengið á Steele um hvernig hann staðfesti heimildir sínar í Rússland, hvernig hann greindi frá þeim og hvernig hann ákvað hvaða fullyrðingar þeirra hann setti í skýrslu sína. Þá spurðu þeir hann út í samskipti sín við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI og ráðuneytið sjálft. Ólíkt því sem Trump og bandamenn hans hafa haldið fram má rekja upphaf Rússarannsóknarinnar til þess að sendiherra Ástralíu gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um að George Papadopoulos, utanríkismálaráðgjafi framboðs Trump, hafi fullyrt við sig að Rússar byggju yfir fjölda tölvupósta Hillary Clinton nokkru áður en uppljóstranavefurinn birti þá opinberlega. Rússneskir hakkarar stálu póstum hennar og landsnefndar Demókrataflokksins.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51
Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38
Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30