Ríkið þarf að greiða eldri borgurum milljarðana fimm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 12:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar vafalítið ákvörðun Hæstaréttar. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna. Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59