Dómari taldi heilsu fólks vega þyngra en rétturinn til að ferðast með bíl Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 23:30 Þúsundir Madridarbúa gengu til varnar bílabanninu í vikunni. Vísir/EPA Dómstóll í Madrid á Spáni sneri við ákvörðun borgarstjóranar um að afnema bann við bílaumferð í miðborginni eftir fjölmenn mótmæli í vikunni. Mengun í miðborginni rauk upp eftir að borgarstjórnin afnam bannið í byrjun vikunnar. Manuela Carmena, vinstrikonan sem var borgarstjóri þar til í júní lagði bannið á í nóvember. Tilgangurinn var að draga úr mengun í borginni þannig að hún stæðist reglur Evrópusambandsins. Bannið fól í sér að ökumenn sem óku inn í svonefnt láglosunarsvæði í miðborginni voru sektaðir. Bannið virtist bera árangur því á þeim sjö mánuðum sem það var í gildi mældist loftmengun í borginni sú minnsta í áratug, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. José Luis Martínez-Almeida, frá hægriflokknum Lýðflokknum sem tók við af Carmena um miðjan júní, felldi bannið úr gildi. Mengun mældist þá strax meiri frá því sem verið hafði á meðan bannið var í gildi. Þúsundir borgarbúa mótmæltu viðsnúningi nýju borgarstjórnarinnar og Sósíalistaflokkurinn skaut ákvörðuninni til dómstóla. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að heilsa borgarbúa væri mikilvægari en rétturinn til að ferðast með bíl. Sneri hann því ákvörðuninni við. Loftslagsmál Spánn Umhverfismál Tengdar fréttir Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, hægrimaðurinn José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. 30. júní 2019 08:22 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira
Dómstóll í Madrid á Spáni sneri við ákvörðun borgarstjóranar um að afnema bann við bílaumferð í miðborginni eftir fjölmenn mótmæli í vikunni. Mengun í miðborginni rauk upp eftir að borgarstjórnin afnam bannið í byrjun vikunnar. Manuela Carmena, vinstrikonan sem var borgarstjóri þar til í júní lagði bannið á í nóvember. Tilgangurinn var að draga úr mengun í borginni þannig að hún stæðist reglur Evrópusambandsins. Bannið fól í sér að ökumenn sem óku inn í svonefnt láglosunarsvæði í miðborginni voru sektaðir. Bannið virtist bera árangur því á þeim sjö mánuðum sem það var í gildi mældist loftmengun í borginni sú minnsta í áratug, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. José Luis Martínez-Almeida, frá hægriflokknum Lýðflokknum sem tók við af Carmena um miðjan júní, felldi bannið úr gildi. Mengun mældist þá strax meiri frá því sem verið hafði á meðan bannið var í gildi. Þúsundir borgarbúa mótmæltu viðsnúningi nýju borgarstjórnarinnar og Sósíalistaflokkurinn skaut ákvörðuninni til dómstóla. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að heilsa borgarbúa væri mikilvægari en rétturinn til að ferðast með bíl. Sneri hann því ákvörðuninni við.
Loftslagsmál Spánn Umhverfismál Tengdar fréttir Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, hægrimaðurinn José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. 30. júní 2019 08:22 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira
Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, hægrimaðurinn José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. 30. júní 2019 08:22