Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júlí 2019 07:15 Íshellir sem ferðamenn skoða á vegum Mountaineers of Iceland í Suðurjökli. Mynd/Mountaineers of Iceland „Það verður að bregðast við breytingum, ekki síst þegar ferðamönnum er að fækka, til að hafa eitthvað upp á að bjóða,“ segir Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland, sem vilja fá að gera ísgöng í Suðurjökli í Langjökli. Í umsókn Mountaineers of Iceland til Bláskógabyggðar frá í apríl er óskað eftir 50 sinnum 500 metra lóð á Suðurjökli við Skálpanes til að gera manngerð ísgöng. Afgreiðslu málsins var frestað í maí en var aftur tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í gær þar sem umsóknin var samþykkt. „Við höfum verið að sýna ferðamönnum náttúrulega íshella í jökulsporðinum. Þeir eru bara að bráðna í burtu,“ segir Herbert sem kveður bráðnunina vera mjög hraða. Aðspurður hvort ísgöngin verði lík þeim sem eru í vestanverðum Langjökli segir Herbert nýju göngin aðeins vera um eitt hundrað metrar að lengd en ekki um fimm hundruð. „Við verðum í um sjö til átta hundrað metra hæð, það er eiginlega í jökulsporðinum. Við ætlum að reyna að vera í sem þéttustum ís þannig að þetta haldist sem best og ísinn sé glær svo það sé hægt að sjá inn í hann,“ útskýrir Herbert.Herbert Hauksson, hjá Mountaineers of Iceland.Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitti í gær leyfi til eins árs fyrir starfsemi á svæðinu. „Verði breyting á aðalskipulagi samþykkt eins og óskað er eftir, yrði skilgreind lóð fyrir íshelli, gerður samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins á grundvelli reglna um þjóðlendur, og lóðin auglýst til úthlutunar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Þetta er allt á byrjunarstigi,“ undirstrikar Herbert. „Þetta er kapphlaup við tímann því hinir hellarnir eru að hverfa,“ segir Herbert sem kveður jöklaskoðun mjög vinsæla meðal ferðamanna. „Jöklarnir eru náttúrlega á hverfanda hveli í hlýnandi loftslagi og mönnum finnst þeir vera mjög sérstakir. Þeir vilja komast inn í jökulinn eða inn í einhvers konar göng,“ segir Herbert. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
„Það verður að bregðast við breytingum, ekki síst þegar ferðamönnum er að fækka, til að hafa eitthvað upp á að bjóða,“ segir Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland, sem vilja fá að gera ísgöng í Suðurjökli í Langjökli. Í umsókn Mountaineers of Iceland til Bláskógabyggðar frá í apríl er óskað eftir 50 sinnum 500 metra lóð á Suðurjökli við Skálpanes til að gera manngerð ísgöng. Afgreiðslu málsins var frestað í maí en var aftur tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í gær þar sem umsóknin var samþykkt. „Við höfum verið að sýna ferðamönnum náttúrulega íshella í jökulsporðinum. Þeir eru bara að bráðna í burtu,“ segir Herbert sem kveður bráðnunina vera mjög hraða. Aðspurður hvort ísgöngin verði lík þeim sem eru í vestanverðum Langjökli segir Herbert nýju göngin aðeins vera um eitt hundrað metrar að lengd en ekki um fimm hundruð. „Við verðum í um sjö til átta hundrað metra hæð, það er eiginlega í jökulsporðinum. Við ætlum að reyna að vera í sem þéttustum ís þannig að þetta haldist sem best og ísinn sé glær svo það sé hægt að sjá inn í hann,“ útskýrir Herbert.Herbert Hauksson, hjá Mountaineers of Iceland.Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitti í gær leyfi til eins árs fyrir starfsemi á svæðinu. „Verði breyting á aðalskipulagi samþykkt eins og óskað er eftir, yrði skilgreind lóð fyrir íshelli, gerður samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins á grundvelli reglna um þjóðlendur, og lóðin auglýst til úthlutunar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Þetta er allt á byrjunarstigi,“ undirstrikar Herbert. „Þetta er kapphlaup við tímann því hinir hellarnir eru að hverfa,“ segir Herbert sem kveður jöklaskoðun mjög vinsæla meðal ferðamanna. „Jöklarnir eru náttúrlega á hverfanda hveli í hlýnandi loftslagi og mönnum finnst þeir vera mjög sérstakir. Þeir vilja komast inn í jökulinn eða inn í einhvers konar göng,“ segir Herbert.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira