Lið sem komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar verði örugg um sæti næsta tímabil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júlí 2019 14:30 Ajax heillaði marga með framgöngu sinni í Meistaradeildinni síðasta tímabil vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira