Málfrelsi þolenda Anna Lotta Michaelsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir og Helga Þórey Jónsdóttir og Sóley Tómasdóttir skrifa 3. júlí 2019 10:15 Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar