Framtíð fjölmiðlunar Lilja Alfreðsdóttir skrifar 3. júlí 2019 07:00 Í haust mun ég mæla fyrir frumvarpi um breytingu á fjölmiðlalögum. Það frumvarp markar tímamót fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi sem með því geta fengið opinberan fjárstuðning vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds efnis. Ljóst er að síðustu ár hafa rekstrarforsendur einkarekinna fjölmiðla hér á landi versnað til muna. Margar ástæður eru fyrir þeirri þróun svo sem örar tæknibreytingar og minnkandi auglýsingatekjur fjölmiðla samhliða breyttri neysluhegðun. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir tvíþættum stuðningi til þess að mæta þeirri þróun en með frumvarpinu er leitast við að Ísland skipi sér í hóp hinna Norðurlandanna og fleiri ríkja í Evrópu sem þegar styrkja einkarekna fjölmiðla. Fjölmiðlar gegna þýðingarmiklu hlutverki við miðlun upplýsinga og sem vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Markmið þessarar aðgerðar er þannig bæði að efla fjölmiðlun hér á landi vegna mikilvægis hennar fyrir þróun lýðræðis í landinu og þróun tungumálsins. Fjölmiðlar eru lykilþátttakendur í því sameiginlega hagsmunamáli okkar að efla íslenskuna og fá fólk til að fylgjast með samfélagsumræðu á sínu eigin tungumáli. Íslenskt efni í fjölmiðlum, hvort heldur frumsamið, þýtt, textað, táknmálstúlkað eða talsett, skiptir höfuðmáli til að viðhalda tungumálinu. Við viljum skapa frjóan jarðveg fyrir fjölbreytta flóru fjölmiðla hér á landi. Fjölmiðlafrumvarpið byggir á ítarlegri undirbúningsvinnu og var unnið með aðkomu margra sérfræðinga, fulltrúa hagsmunaaðila og annarra flokka. Með nýjum lögum verður til styrkjakerfi sem verður einfalt og fyrirsjáanlegt. Ávinningur þess verður einnig styrkari ritstjórnir og aukið gagnsæi á fjölmiðlamarkaði. Við lifum á spennandi tímum sem einkennast af örum breytingum. Fjölmiðlar verða að hafa tækifæri til þess að mæta þeim breytingum og þróast með þeim. Nýtt fjölmiðlafrumvarp styður við grundvallarstarfsemi þeirra, öflun og miðlun vandaðra frétta og fréttatengds efnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í haust mun ég mæla fyrir frumvarpi um breytingu á fjölmiðlalögum. Það frumvarp markar tímamót fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi sem með því geta fengið opinberan fjárstuðning vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds efnis. Ljóst er að síðustu ár hafa rekstrarforsendur einkarekinna fjölmiðla hér á landi versnað til muna. Margar ástæður eru fyrir þeirri þróun svo sem örar tæknibreytingar og minnkandi auglýsingatekjur fjölmiðla samhliða breyttri neysluhegðun. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir tvíþættum stuðningi til þess að mæta þeirri þróun en með frumvarpinu er leitast við að Ísland skipi sér í hóp hinna Norðurlandanna og fleiri ríkja í Evrópu sem þegar styrkja einkarekna fjölmiðla. Fjölmiðlar gegna þýðingarmiklu hlutverki við miðlun upplýsinga og sem vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Markmið þessarar aðgerðar er þannig bæði að efla fjölmiðlun hér á landi vegna mikilvægis hennar fyrir þróun lýðræðis í landinu og þróun tungumálsins. Fjölmiðlar eru lykilþátttakendur í því sameiginlega hagsmunamáli okkar að efla íslenskuna og fá fólk til að fylgjast með samfélagsumræðu á sínu eigin tungumáli. Íslenskt efni í fjölmiðlum, hvort heldur frumsamið, þýtt, textað, táknmálstúlkað eða talsett, skiptir höfuðmáli til að viðhalda tungumálinu. Við viljum skapa frjóan jarðveg fyrir fjölbreytta flóru fjölmiðla hér á landi. Fjölmiðlafrumvarpið byggir á ítarlegri undirbúningsvinnu og var unnið með aðkomu margra sérfræðinga, fulltrúa hagsmunaaðila og annarra flokka. Með nýjum lögum verður til styrkjakerfi sem verður einfalt og fyrirsjáanlegt. Ávinningur þess verður einnig styrkari ritstjórnir og aukið gagnsæi á fjölmiðlamarkaði. Við lifum á spennandi tímum sem einkennast af örum breytingum. Fjölmiðlar verða að hafa tækifæri til þess að mæta þeim breytingum og þróast með þeim. Nýtt fjölmiðlafrumvarp styður við grundvallarstarfsemi þeirra, öflun og miðlun vandaðra frétta og fréttatengds efnis.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar