Óhollt mataræði lækkar sæðistöluna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2019 08:15 Viðfangsefni rannsóknarinnar voru danskir hermenn á aldrinum 18 til 22 ára, á níu ára tímabili. Nordicphotos/AFP Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira