Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júlí 2019 06:15 Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira