Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. júlí 2019 07:15 Fulltrúar WOW ganga af fundi ráðuneytismanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira