Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 11:00 Vél ALC sem WOW air hafði á leigu og Isavia kyrrsetti vegna skulda flugfélagsins fór af landi brott í morgun. vísir/vilhelm Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Þar verður hún útbúin fyrir næsta verkefni að sögn Odds Ástráðssonar lögmanns ALC. Aðspurður hvort búið sé að leigja vélina út segist hann ekki vita til þess að búið sé að ganga endanlega frá því hvert næsta verkefni verður. Hins vegar hafi verið búið að leigja hana út á sínum tíma og semja um það við WOW air áður en flugfélagið fór í gjaldþrot að þotan færi í annað verkefni. „En það þurfti að vinda ofan af þeim samningum þar sem það var óvissa um það hvenær þotan yrði laus,“ segir Oddur.„Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð“ Hann segir næstu skref í málinu hvað varðar ALC vera þau að taka utan um það hvert tjón félagsins er vegna þvingunaraðgerða Isavia. „Og eftir atvikum taka ákvörðun um að sækja það tjón í skaðabótamáli gegn Isavia.“ Oddur segir ekki liggja fyrir endanleg samantekt á því hvað tjónið er en miðað við þær forsendur sem núna liggja fyrir virðist það vera vel á annað hundrað milljónir króna. Það er umtalsvert hærri fjárhæð en sú sem ALC þurfti að greiða Isavia samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness en það voru 87 milljónir króna. Spurður út í fordæmisgildi þessa máls segir Oddur að í sínum huga sé að minnsta kosti tvennt alveg ljóst. „Það er í fyrsta lagi að Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð. Í öðru lagi það að íslensk stjórnvöld og löggjafinn þurfa að taka til endurskoðunar þær heimildir sem Isavia hefur til að þvinga fram greiðslu á notendagjöldum, bæði hvað varðar umfang þeirra og til hverra þær taka og hvernig þeim skuli beitt, og þó fyrr hefði verið,“ segir Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Þar verður hún útbúin fyrir næsta verkefni að sögn Odds Ástráðssonar lögmanns ALC. Aðspurður hvort búið sé að leigja vélina út segist hann ekki vita til þess að búið sé að ganga endanlega frá því hvert næsta verkefni verður. Hins vegar hafi verið búið að leigja hana út á sínum tíma og semja um það við WOW air áður en flugfélagið fór í gjaldþrot að þotan færi í annað verkefni. „En það þurfti að vinda ofan af þeim samningum þar sem það var óvissa um það hvenær þotan yrði laus,“ segir Oddur.„Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð“ Hann segir næstu skref í málinu hvað varðar ALC vera þau að taka utan um það hvert tjón félagsins er vegna þvingunaraðgerða Isavia. „Og eftir atvikum taka ákvörðun um að sækja það tjón í skaðabótamáli gegn Isavia.“ Oddur segir ekki liggja fyrir endanleg samantekt á því hvað tjónið er en miðað við þær forsendur sem núna liggja fyrir virðist það vera vel á annað hundrað milljónir króna. Það er umtalsvert hærri fjárhæð en sú sem ALC þurfti að greiða Isavia samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness en það voru 87 milljónir króna. Spurður út í fordæmisgildi þessa máls segir Oddur að í sínum huga sé að minnsta kosti tvennt alveg ljóst. „Það er í fyrsta lagi að Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð. Í öðru lagi það að íslensk stjórnvöld og löggjafinn þurfa að taka til endurskoðunar þær heimildir sem Isavia hefur til að þvinga fram greiðslu á notendagjöldum, bæði hvað varðar umfang þeirra og til hverra þær taka og hvernig þeim skuli beitt, og þó fyrr hefði verið,“ segir Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54