Íslensku strákarnir rúlluðu upp Ungverjum og sæti í 8 liða úrslitum ætti að vera þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 16:34 Hilmar Smári Henningsson var frábær í dag og skoraði 25 stig. Mynd/FIBA Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3 Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3
Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira