Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 14:58 Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins hjá sumum miðlum, og hleypur auglýsingasalan í þeim á milljónum. Fréttablaðið/Anton Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um. Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um.
Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00