Í bílnum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:00 Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum. Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum. „Það er sko annað en á Laugaveginum, en þangað fer ég aldrei,“ segja þeir kokhraustir og bölva um leið meirihluta borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur eytt mikilli orku og ógurlegum tíma í að sannfæra borgarbúa um það að góður lífsstíll felist meðal annars í því að hvíla einkabílinn. Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það. Sem er leitt því það er yndislegt að ganga Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Austurstrætið og fleiri götur miðbæjarins. Þessu gera erlendu ferðamennirnir sér glögga grein fyrir, enda virðist þeim líða alveg ljómandi vel í miðbænum og líta í verslanir og eru ekkert að flýta sér. Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera. Miðbær Reykjavíkur er það að stórum hluta – fyrir utan Hafnartorg sem virðist ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hins vegar er Skólavörðustígurinn orðinn ansi lífleg gata og Austurstrætið er alltaf vinalegt, Hlemmur er svo orðinn allt annar eftir að hin vel heppnaða Mathöll reis þar og Grandinn er dásamlegt svæði þar sem notalegt er að vera. Laugavegurinn er hins vegar að þróast í nokkuð undarlega átt með ótal smekklausum lundabúðum sem standa þó undir sér, jafn einkennilegt og það nú er. Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun