Mega börn ekki hafa skoðanir fyrr en þau eru 18 ára? Hildur Lilja Jónsdóttir og Eiður Axelsson Welding skrifar 10. júlí 2019 13:30 Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga.
Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar