Sleppt og haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. júlí 2019 07:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar