Handbolti

Alfreð hrærður á kveðjustundinni í Kiel: „Mjög stoltur að fólkið sýni mér þessa virðingu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð ávarpaði stuðningsmenn Kiel eftir kveðjuleikinn.
Alfreð ávarpaði stuðningsmenn Kiel eftir kveðjuleikinn. mynd/stöð 2 sport

Mikið var um dýrðir þegar kveðjuleikur Alfreðs Gíslasonar í Kiel fór fram í gær. Þar mættust fyrst úrvalslið leikmanna sem spiluðu undir stjórn Alfreðs hjá Kiel og svo gamalla kempna sem léku fyrir hann á árum áður. Lið Kiel, eins og það er skipað í dag, steig einnig á stokk.



Henry Birgir Gunnarsson var í Sparkhassen-Arena og ræddi við Alferð eftir leikinn.



„Þetta var mjög erfitt kvöld fyrir mig. Þetta er ekki mitt, miklar tilfinningar. Margir strákar komu, þótt það sé langt síðan ég þjálfaði þá. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað þeir voru ánægðir,“ sagði Alfreð.



„Þetta var stór heiður fyrir mig. Ég er alveg týpan í þetta og þetta var erfitt. En ég er mjög stoltur að fólkið sýni mér þessa virðingu.“



Alfreð stýrði Kiel í ellefu ár með frábærum árangri. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni.



Fjölmargir þekktir kappar tóku þátt í leiknum í gær, þ.á.m. Róbert Gunnarsson og Ólafur Stefánsson.



Rætt er við þá í fréttinni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: Kveðjustund Alfreðs í Kiel
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×