Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar Hafdís Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 07:00 Hvalárvirkjun er lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets, Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár. Hér ríkir tjáningarfrelsi, sem betur fer og því hafa margir tjáð sig um Hvalárvirkjun. En í lok dags eru það staðreyndir í málinu sem ég kýs að taka mark á. Af umræðunni að dæma skipta þær suma engu máli sem gerir það að verkum að erfitt er að ræða málið af einhverri skynsemi.Er rammaáætlun ónýt? Hvalárvirkjun er í rammaáætlun. Hún komst í gegnum það nálarauga sem rammaáætlun er og hefur þurft að fara í gegnum ótrúlegustu hindranir. Ítrekað. Svo oft að verkefnið kemst varla áfram. Við erum því á krossgötum. Annaðhvort fær verkefnið að komast af stað eða viðurkenna verður að rammaáætlun er ónýt. Gleymum því ekki að rammaáætlun var mikill sigur fyrir umhverfið og átti að vera verkfæri til að greiða úr ágreiningi um hvað skyldi nýta og hvað vernda. Í staðinn hefur hún þau áhrif að ekkert gerist. Hvert skref er ítrekað kært af sömu aðilunum. Virkjun Hvalár á að fá að hefjast sem allra fyrst, annars verður ríkið að viðurkenna gagnsleysi rammaáætlunar og skerast í leikinn. Lausn á orkuskorti Það hefur verið karpað um það í fjölmiðlum sl. daga hvort yfirvofandi sé orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Stjórnendur Landsnets og RARIK hafa haldið því fram. Hver er lausnin? Skynsamleg nýting orkuauðlinda okkar. Það er á hreinu að orkuleysið, afhendingaröryggið og tíðar rafmagnstruflanir hafa hindrað eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Rafmagnstruflanirnar hafa kostað fyrirtækin á svæðinu háar upphæðir því þær valda skemmdum á tækjabúnaði og vinnutapi. Hvalárvirkjun er eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli. Það er staðreynd. Andstæðingar umhverfisvænnar orkuframleiðslu með Hvalárvirkjun halda því fram að orkan úr Hvalá muni ekkert nýtast Vestfirðingum. Þetta heyrum við Vestfirðingar oft og er þessi yfirlætislega fullyrðing orðin ansi þreytt, enda ósönn. Í skýrslu Landsnets um tengingu Hvalár kemur það skýrt fram að Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggið um alla Vestfirði. Hefur til að mynda fyrirhuguð Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megavöttum af raforku af Vesturverki. Staðreyndirnar gerast ekki skýrari eða sannari. Tækifæri fyrir Árneshrepp Á meðan ekkert gerist í virkjunarmálum er sveitarfélagið Árneshreppur að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þar stefnir í að heilsársbúseta muni líða undir lok ef ekki verður farið í einhverjar aðgerðir. Það er sárt að hugsa til þess. Fólkið sem vaknar og sofnar í Árneshreppi allt árið um kring, ræktar þar land og búfénað, er fólkið sem þekkir sveitarfélagið sitt allra best. Þetta eru sérfræðingarnir í málum Árneshrepps. Það veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni. Hún er tækifæri fyrir Árneshrepp sem íbúar ætla að nýta til að efla svæðið. Þess vegna hefur sveitarstjórnarfólkið veitt virkjuninni brautargengi. Þó íbúar Árneshrepps séu fáir þá hljóta þeir að vera með öflugustu einstaklingum á landinu. Hverjir aðrir myndu standa teinréttir og klárir í næstu orrustu eftir aðfarir sl. árs? Tekist á við tilraun virkjunarandstæðinga til yfirtöku sveitarstjórnarkosninga, verið úthúðuð fyrir að veita framkvæmdaleyfi og staðið í opinberu orðaskaki við andstæðinga Hvalárvirkjunar sem virðast hafa úr meiri mannafla og peningum að spila en sveitarfélagið Árneshreppur. Íbúar Árneshrepps, eins og íbúar Vestfjarða, hafa margoft þurft að heyra frá virkjunarandstæðingum að Hvalárvirkjun muni ekkert gera fyrir íbúa Vestfjarða. Þetta hefur nú loksins verið hrakið þar sem staðreyndin er önnur. Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði og stórefla atvinnulíf á svæðinu.Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Ísafjarðarbær Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalárvirkjun er lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets, Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár. Hér ríkir tjáningarfrelsi, sem betur fer og því hafa margir tjáð sig um Hvalárvirkjun. En í lok dags eru það staðreyndir í málinu sem ég kýs að taka mark á. Af umræðunni að dæma skipta þær suma engu máli sem gerir það að verkum að erfitt er að ræða málið af einhverri skynsemi.Er rammaáætlun ónýt? Hvalárvirkjun er í rammaáætlun. Hún komst í gegnum það nálarauga sem rammaáætlun er og hefur þurft að fara í gegnum ótrúlegustu hindranir. Ítrekað. Svo oft að verkefnið kemst varla áfram. Við erum því á krossgötum. Annaðhvort fær verkefnið að komast af stað eða viðurkenna verður að rammaáætlun er ónýt. Gleymum því ekki að rammaáætlun var mikill sigur fyrir umhverfið og átti að vera verkfæri til að greiða úr ágreiningi um hvað skyldi nýta og hvað vernda. Í staðinn hefur hún þau áhrif að ekkert gerist. Hvert skref er ítrekað kært af sömu aðilunum. Virkjun Hvalár á að fá að hefjast sem allra fyrst, annars verður ríkið að viðurkenna gagnsleysi rammaáætlunar og skerast í leikinn. Lausn á orkuskorti Það hefur verið karpað um það í fjölmiðlum sl. daga hvort yfirvofandi sé orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Stjórnendur Landsnets og RARIK hafa haldið því fram. Hver er lausnin? Skynsamleg nýting orkuauðlinda okkar. Það er á hreinu að orkuleysið, afhendingaröryggið og tíðar rafmagnstruflanir hafa hindrað eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Rafmagnstruflanirnar hafa kostað fyrirtækin á svæðinu háar upphæðir því þær valda skemmdum á tækjabúnaði og vinnutapi. Hvalárvirkjun er eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli. Það er staðreynd. Andstæðingar umhverfisvænnar orkuframleiðslu með Hvalárvirkjun halda því fram að orkan úr Hvalá muni ekkert nýtast Vestfirðingum. Þetta heyrum við Vestfirðingar oft og er þessi yfirlætislega fullyrðing orðin ansi þreytt, enda ósönn. Í skýrslu Landsnets um tengingu Hvalár kemur það skýrt fram að Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggið um alla Vestfirði. Hefur til að mynda fyrirhuguð Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megavöttum af raforku af Vesturverki. Staðreyndirnar gerast ekki skýrari eða sannari. Tækifæri fyrir Árneshrepp Á meðan ekkert gerist í virkjunarmálum er sveitarfélagið Árneshreppur að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þar stefnir í að heilsársbúseta muni líða undir lok ef ekki verður farið í einhverjar aðgerðir. Það er sárt að hugsa til þess. Fólkið sem vaknar og sofnar í Árneshreppi allt árið um kring, ræktar þar land og búfénað, er fólkið sem þekkir sveitarfélagið sitt allra best. Þetta eru sérfræðingarnir í málum Árneshrepps. Það veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni. Hún er tækifæri fyrir Árneshrepp sem íbúar ætla að nýta til að efla svæðið. Þess vegna hefur sveitarstjórnarfólkið veitt virkjuninni brautargengi. Þó íbúar Árneshrepps séu fáir þá hljóta þeir að vera með öflugustu einstaklingum á landinu. Hverjir aðrir myndu standa teinréttir og klárir í næstu orrustu eftir aðfarir sl. árs? Tekist á við tilraun virkjunarandstæðinga til yfirtöku sveitarstjórnarkosninga, verið úthúðuð fyrir að veita framkvæmdaleyfi og staðið í opinberu orðaskaki við andstæðinga Hvalárvirkjunar sem virðast hafa úr meiri mannafla og peningum að spila en sveitarfélagið Árneshreppur. Íbúar Árneshrepps, eins og íbúar Vestfjarða, hafa margoft þurft að heyra frá virkjunarandstæðingum að Hvalárvirkjun muni ekkert gera fyrir íbúa Vestfjarða. Þetta hefur nú loksins verið hrakið þar sem staðreyndin er önnur. Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði og stórefla atvinnulíf á svæðinu.Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun