Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. júlí 2019 18:45 Kerskálarnir þrír í Straumsvík en þriðja skálanum sem stendur við Reykjanesbraut var lokað í nótt. Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira