Þrjú fullgild vilyrði um lóðir undir ódýrar íbúðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. júlí 2019 07:00 Svona líta hugmyndir Þorpsins um uppbyggingu í Gufunesi út. Mynd/Þorpið Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24
Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15
Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00