Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 21:00 Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður. Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira