Tvískinnungur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun