Erfiðasti kaflinn að baki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Matt Jones og Steve Brooks við komuna á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira