Íslenski boltinn

Þróttur áfram á toppnum en FH eltir eins og skugginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH-stúlkur fagna marki fyrr í sumar.
FH-stúlkur fagna marki fyrr í sumar. mynd/jóhannes long/fésbókarsíða FH
Þróttur og FH eru áfram í sérflokki í Inkasso-deild kvenna en bæði lið eru nánast komin með annan fótinn upp í Pepsi Max-deild kvenna að ári.

Þróttur vann 7-0 sigur á Tindastól á útivelli en tvö af mörkunum komu í fyrri hálfleik. Hin fimm komu í þeim síðari. Á sama tíma vann FH 7-0 sigur á lánlausu liði Fjölnis í Grafarvoginum.

Afturelding skoraði níu mörk gegn botnliði ÍR á heimavelli og Haukar unnu 2-0 sigur á Augnabliki í Hafnarfirði sem lyftir Haukastelpum aðeins upp töfluna.

Þróttur er á toppnum með 30 stig en FH er sæti neðar með stigi minna. Afturelding er svo í þriðja sætinu með 20 stig. ÍR er á botninum með eitt stig.

Úrslit eru fengin frá úrslit.net.

Úrslit kvöldsins:

ÍR - Afturelding 0-9

Tindastóll - Þróttur 0-2

Haukar - Augnablik 2-0

Fjölnir - FH 0-7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×