Guðjón Valur fertugur í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2019 14:00 Guðjón Valur í kunnuglegri stöðu, fremstur í hraðaupphlaupi. vísir/anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður Paris Saint-Germain, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Guðjón Valur hefur átt langan og glæsilegan feril sem spannar næstum því aldarfjórðung. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu í 20 ár og farið með því á 21 stórmót. HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun árs var fyrsta stórmótið sem Guðjón Valur missir af síðan hann kom inn í landsliðið árið 1999. Hann hefur verið fyrirliði þess síðan 2012. Guðjón Valur var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. Hann var einnig í íslenska liðinu sem lenti í 4. sæti á EM 2002, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 og EM 2014 og 6. sæti á HM 2011.Guðjón Valur var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking.vísir/vilhelmHann er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann sló met Ungverjands Péters Kovács í ársbyrjun 2018. Hann er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og næstleikjahæstur í sögu þess á eftir Guðmundi Hrafnkelssyni. Guðjón Valur var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2005-06 með 263 mörk og markahæstur á HM í Þýskalandi 2007 með 66 mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2008 og EM 2012 og 2014. Þá var Guðjón Valur kjörinn Íþróttamaður ársins 2006.Guðjón Valur hóf ferilinn með Gróttu.Eftir að hafa leikið með Gróttu og KA hér á landi hélt Guðjón Valur út í atvinnumennsku 2001 og samdi við Essen. Þar lék hann í fjögur ár og vann EHF-bikarinn með liðinu 2005. Hann lék með Gummersbach 2005-08 og svo með Rhein-Neckar Löwen í þrjú ár (2008-11). Hornamaðurinn hraðskreiði lék með AG København tímabilið 2011-12. Hann varð tvöfaldur meistari með danska ofurliðinu sem komst einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel á árunum 2012-14. Hann varð tvisvar sinnum þýskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Þá fór Kiel alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg.Guðjón Valur varð Evrópumeistari með Barcelona 2015.vísir/gettySumarið 2014 færði Guðjón Valur sig yfir til Spánar og lék með Barcelona í tvö ár. Bæði árin varð hann tvöfaldur meistari og 2015 vann hann loksins Meistaradeildina. Barcelona bar þá sigurorð af Veszprém , 28-23, og skoraði Guðjón Valur sex mörk í úrslitaleiknum. Guðjón Valur sneri aftur til Löwen 2016 og varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2017-18 urðu Ljónin svo bikarmeistarar. Í lok janúar á þessu ári skrifaði Guðjón Valur, þá 39 ára, svo undir samning við PSG þar sem hann mun fylla skarð Uwe Gensheimer sem fór aftur til Löwen. Í haust hefst því nýr og spennandi kafli á einstökum ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar.Guðjón Valur á æfingu með nýja liðinu sínu, PSG.vísir/getty
Franski handboltinn Handbolti Tímamót Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita