Megi setja orkupakkann í uppnám þrátt fyrir samþykkt forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2019 20:00 Ætla má að Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, muni berast þúsundir undiskrifta sem munu hvetja hann til að hafna samþykkt orkupakkans. Vísir/vilhelm Fordæmalausar og erfiðar pólitískar aðstæður kæmu upp að mati lagaprófessors ef forseti Íslands myndi neita að samþykkja þriðja orkupakkann, eins og þúsundir Íslendinga hafa hvatt hann að gera. Við það færi orkupakkinn ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu en Íslendingar gætu þó áfram sett innleiðingu hans í uppnám. Alþingi kemur aftur saman í lok mánaðar á stuttu aukaþingi til að klára umræður um þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann, sem síðan verður borin upp til atkvæða í byrjun september. Þrýstingur á þingmenn og forseta Íslands að hafna orkupakkanum hefur aukist statt og stöðugt. Þúsundir hafa skrifað undir áskoranir til forsetans um að synja staðfestingu orkupakkans og þá vilja talsmenn hópsins Orkan okkar vísa málinu til þjóðarinnar.Alþingismenn hafa viðrað sambærilegar hugmyndir. Þannig hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokks, hefur nefnt orkupakkann í sömu andrá og hina margumræddu 26. grein stjórnarskrárinnar. Sú kveður á um málskotsrétt forseta, þó aðeins á lagafrumvörpum - sem orkupakkinn er ekki. Hann er þingsályktunartillega, eins konar þjóðaréttasamningur, sem þó fer inn á borð forseta. „Forseti Íslands þarf, þegar þar að kemur, að undirrita þann þjóðaréttasamning en það eru þó ekki sömu aðstæður eins og þegar hann fær lagafrumvörp til staðfestingar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Þegar forseti neitar að undirrita lög fer af stað ákveðið ferli þar sem fram fer þjóðaratkvæðagreiðsla með bindandi niðurstöðu. En ef forseti neitar að undirrita þjóðaréttasamning, það eru reyndar engin dæmi um að hann hafi gert það ásamt utanríkisráðherra, en ef það myndi gerast þá myndi málið einfaldlega stöðvast og fengi engan frekari framgang,“ segir Björg.Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.Vísir/vilhelmNeitun forsetans á slíkum samningi væri sérstök niðurstaða að mati Bjargar, enda fordæmalaus. Þá er jafnframt spurning um hvort slík neitun stangist á við 13. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. „Gerðin gæti þá ekki tekið gildi ef undirskrift forseta vantar. Þá þyrfti einfaldlega að meta þá stöðu, en ég tel að það væru mjög sérkennilegar og erfiðar pólitískar aðstæður.“ Eina leiðin til að setja orkupakkann í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu væri ef forseti myndi hafna lögum sem Alþingi hefur samþykkt til að framfylgja orkupakkanum. Ef þjóðin hafnaði þeim lögum gæti það sett orkupakkann í uppnám. „Þá er eðlilega ljóst að ekki er fylgt eftir þeim skuldbindingum sem við höfum gengist undir samkvæmt EES-samningnum og það myndi kalla á einhvers konar skoðun á þeirri aðstöðu,“ segir Björg. „Það hefur aldrei gerst áður og því kannski erfitt að spá fyrir um hvað myndi gerast ef neitað yrði að taka upp tiltekna gerð í EES-samninginn. Þá getur hún auðvitað ekki tekið gildi fyrir EES-svæðið í heild sinni, sem myndi hafa ýmsar pólítiskar og lagalegar afleiðingar.“ Alþingi Forseti Íslands Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fordæmalausar og erfiðar pólitískar aðstæður kæmu upp að mati lagaprófessors ef forseti Íslands myndi neita að samþykkja þriðja orkupakkann, eins og þúsundir Íslendinga hafa hvatt hann að gera. Við það færi orkupakkinn ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu en Íslendingar gætu þó áfram sett innleiðingu hans í uppnám. Alþingi kemur aftur saman í lok mánaðar á stuttu aukaþingi til að klára umræður um þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann, sem síðan verður borin upp til atkvæða í byrjun september. Þrýstingur á þingmenn og forseta Íslands að hafna orkupakkanum hefur aukist statt og stöðugt. Þúsundir hafa skrifað undir áskoranir til forsetans um að synja staðfestingu orkupakkans og þá vilja talsmenn hópsins Orkan okkar vísa málinu til þjóðarinnar.Alþingismenn hafa viðrað sambærilegar hugmyndir. Þannig hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokks, hefur nefnt orkupakkann í sömu andrá og hina margumræddu 26. grein stjórnarskrárinnar. Sú kveður á um málskotsrétt forseta, þó aðeins á lagafrumvörpum - sem orkupakkinn er ekki. Hann er þingsályktunartillega, eins konar þjóðaréttasamningur, sem þó fer inn á borð forseta. „Forseti Íslands þarf, þegar þar að kemur, að undirrita þann þjóðaréttasamning en það eru þó ekki sömu aðstæður eins og þegar hann fær lagafrumvörp til staðfestingar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Þegar forseti neitar að undirrita lög fer af stað ákveðið ferli þar sem fram fer þjóðaratkvæðagreiðsla með bindandi niðurstöðu. En ef forseti neitar að undirrita þjóðaréttasamning, það eru reyndar engin dæmi um að hann hafi gert það ásamt utanríkisráðherra, en ef það myndi gerast þá myndi málið einfaldlega stöðvast og fengi engan frekari framgang,“ segir Björg.Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.Vísir/vilhelmNeitun forsetans á slíkum samningi væri sérstök niðurstaða að mati Bjargar, enda fordæmalaus. Þá er jafnframt spurning um hvort slík neitun stangist á við 13. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. „Gerðin gæti þá ekki tekið gildi ef undirskrift forseta vantar. Þá þyrfti einfaldlega að meta þá stöðu, en ég tel að það væru mjög sérkennilegar og erfiðar pólitískar aðstæður.“ Eina leiðin til að setja orkupakkann í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu væri ef forseti myndi hafna lögum sem Alþingi hefur samþykkt til að framfylgja orkupakkanum. Ef þjóðin hafnaði þeim lögum gæti það sett orkupakkann í uppnám. „Þá er eðlilega ljóst að ekki er fylgt eftir þeim skuldbindingum sem við höfum gengist undir samkvæmt EES-samningnum og það myndi kalla á einhvers konar skoðun á þeirri aðstöðu,“ segir Björg. „Það hefur aldrei gerst áður og því kannski erfitt að spá fyrir um hvað myndi gerast ef neitað yrði að taka upp tiltekna gerð í EES-samninginn. Þá getur hún auðvitað ekki tekið gildi fyrir EES-svæðið í heild sinni, sem myndi hafa ýmsar pólítiskar og lagalegar afleiðingar.“
Alþingi Forseti Íslands Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00