Megi setja orkupakkann í uppnám þrátt fyrir samþykkt forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2019 20:00 Ætla má að Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, muni berast þúsundir undiskrifta sem munu hvetja hann til að hafna samþykkt orkupakkans. Vísir/vilhelm Fordæmalausar og erfiðar pólitískar aðstæður kæmu upp að mati lagaprófessors ef forseti Íslands myndi neita að samþykkja þriðja orkupakkann, eins og þúsundir Íslendinga hafa hvatt hann að gera. Við það færi orkupakkinn ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu en Íslendingar gætu þó áfram sett innleiðingu hans í uppnám. Alþingi kemur aftur saman í lok mánaðar á stuttu aukaþingi til að klára umræður um þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann, sem síðan verður borin upp til atkvæða í byrjun september. Þrýstingur á þingmenn og forseta Íslands að hafna orkupakkanum hefur aukist statt og stöðugt. Þúsundir hafa skrifað undir áskoranir til forsetans um að synja staðfestingu orkupakkans og þá vilja talsmenn hópsins Orkan okkar vísa málinu til þjóðarinnar.Alþingismenn hafa viðrað sambærilegar hugmyndir. Þannig hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokks, hefur nefnt orkupakkann í sömu andrá og hina margumræddu 26. grein stjórnarskrárinnar. Sú kveður á um málskotsrétt forseta, þó aðeins á lagafrumvörpum - sem orkupakkinn er ekki. Hann er þingsályktunartillega, eins konar þjóðaréttasamningur, sem þó fer inn á borð forseta. „Forseti Íslands þarf, þegar þar að kemur, að undirrita þann þjóðaréttasamning en það eru þó ekki sömu aðstæður eins og þegar hann fær lagafrumvörp til staðfestingar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Þegar forseti neitar að undirrita lög fer af stað ákveðið ferli þar sem fram fer þjóðaratkvæðagreiðsla með bindandi niðurstöðu. En ef forseti neitar að undirrita þjóðaréttasamning, það eru reyndar engin dæmi um að hann hafi gert það ásamt utanríkisráðherra, en ef það myndi gerast þá myndi málið einfaldlega stöðvast og fengi engan frekari framgang,“ segir Björg.Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.Vísir/vilhelmNeitun forsetans á slíkum samningi væri sérstök niðurstaða að mati Bjargar, enda fordæmalaus. Þá er jafnframt spurning um hvort slík neitun stangist á við 13. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. „Gerðin gæti þá ekki tekið gildi ef undirskrift forseta vantar. Þá þyrfti einfaldlega að meta þá stöðu, en ég tel að það væru mjög sérkennilegar og erfiðar pólitískar aðstæður.“ Eina leiðin til að setja orkupakkann í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu væri ef forseti myndi hafna lögum sem Alþingi hefur samþykkt til að framfylgja orkupakkanum. Ef þjóðin hafnaði þeim lögum gæti það sett orkupakkann í uppnám. „Þá er eðlilega ljóst að ekki er fylgt eftir þeim skuldbindingum sem við höfum gengist undir samkvæmt EES-samningnum og það myndi kalla á einhvers konar skoðun á þeirri aðstöðu,“ segir Björg. „Það hefur aldrei gerst áður og því kannski erfitt að spá fyrir um hvað myndi gerast ef neitað yrði að taka upp tiltekna gerð í EES-samninginn. Þá getur hún auðvitað ekki tekið gildi fyrir EES-svæðið í heild sinni, sem myndi hafa ýmsar pólítiskar og lagalegar afleiðingar.“ Alþingi Forseti Íslands Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Fordæmalausar og erfiðar pólitískar aðstæður kæmu upp að mati lagaprófessors ef forseti Íslands myndi neita að samþykkja þriðja orkupakkann, eins og þúsundir Íslendinga hafa hvatt hann að gera. Við það færi orkupakkinn ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu en Íslendingar gætu þó áfram sett innleiðingu hans í uppnám. Alþingi kemur aftur saman í lok mánaðar á stuttu aukaþingi til að klára umræður um þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann, sem síðan verður borin upp til atkvæða í byrjun september. Þrýstingur á þingmenn og forseta Íslands að hafna orkupakkanum hefur aukist statt og stöðugt. Þúsundir hafa skrifað undir áskoranir til forsetans um að synja staðfestingu orkupakkans og þá vilja talsmenn hópsins Orkan okkar vísa málinu til þjóðarinnar.Alþingismenn hafa viðrað sambærilegar hugmyndir. Þannig hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokks, hefur nefnt orkupakkann í sömu andrá og hina margumræddu 26. grein stjórnarskrárinnar. Sú kveður á um málskotsrétt forseta, þó aðeins á lagafrumvörpum - sem orkupakkinn er ekki. Hann er þingsályktunartillega, eins konar þjóðaréttasamningur, sem þó fer inn á borð forseta. „Forseti Íslands þarf, þegar þar að kemur, að undirrita þann þjóðaréttasamning en það eru þó ekki sömu aðstæður eins og þegar hann fær lagafrumvörp til staðfestingar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Þegar forseti neitar að undirrita lög fer af stað ákveðið ferli þar sem fram fer þjóðaratkvæðagreiðsla með bindandi niðurstöðu. En ef forseti neitar að undirrita þjóðaréttasamning, það eru reyndar engin dæmi um að hann hafi gert það ásamt utanríkisráðherra, en ef það myndi gerast þá myndi málið einfaldlega stöðvast og fengi engan frekari framgang,“ segir Björg.Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.Vísir/vilhelmNeitun forsetans á slíkum samningi væri sérstök niðurstaða að mati Bjargar, enda fordæmalaus. Þá er jafnframt spurning um hvort slík neitun stangist á við 13. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. „Gerðin gæti þá ekki tekið gildi ef undirskrift forseta vantar. Þá þyrfti einfaldlega að meta þá stöðu, en ég tel að það væru mjög sérkennilegar og erfiðar pólitískar aðstæður.“ Eina leiðin til að setja orkupakkann í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu væri ef forseti myndi hafna lögum sem Alþingi hefur samþykkt til að framfylgja orkupakkanum. Ef þjóðin hafnaði þeim lögum gæti það sett orkupakkann í uppnám. „Þá er eðlilega ljóst að ekki er fylgt eftir þeim skuldbindingum sem við höfum gengist undir samkvæmt EES-samningnum og það myndi kalla á einhvers konar skoðun á þeirri aðstöðu,“ segir Björg. „Það hefur aldrei gerst áður og því kannski erfitt að spá fyrir um hvað myndi gerast ef neitað yrði að taka upp tiltekna gerð í EES-samninginn. Þá getur hún auðvitað ekki tekið gildi fyrir EES-svæðið í heild sinni, sem myndi hafa ýmsar pólítiskar og lagalegar afleiðingar.“
Alþingi Forseti Íslands Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00