„Mjög stoltur og þetta er mikill heiður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 14:08 Arnar gerði ÍBV að þreföldum meisturum á sínu síðasta tímabili með liðið. vísir/andri marinó „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu. Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu.
Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35
Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00