Hlandfýlan Gunnar Örn Ingólfsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun