Hlandfýlan Gunnar Örn Ingólfsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka?
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun