ESB Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 07:30 Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar