ESB Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 07:30 Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar