Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 12:18 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira