Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 19:11 Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi
Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24