Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:20 Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. Wiki commons Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49