Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 09:49 Vél Wizz Air var á leið frá Ungverjalandi til Íslands þegar maðurinn reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefann. Getty/SOPA Images Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.Á vef TV2 í Noregi er haft eftir lögreglu að um hafi verið að ræða íslenskan mann á sjötugsaldri sem hafi gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og segir í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn fóru um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið segir að maðurinn beri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. „Við höfum handtekið mann á sjötugsaldri. Enginn slasaðist. Reynt er að fá úr því skorið hvað gerðist,“ skrifar lögreglan í suðvestur Noregi á Twitter-síðu sinni. Hann mun hafa verið ölvaður og var fluttur til Stafangurs í varðhald. Ferð vélarinnar var síðan framhaldið til Íslands og er hún nú í loftinu. Áætluð lending vélarinnar í Keflavík er 11:15.#Sola - Vi rykker ut til Stavanger lufthavn etter melding om en person som har utagert på et fly. Det er kontroll på personen ombord. Flyet har ikke landet enda, og vi er på vei ut for å ivareta situasjonen så snart flyet er på bakken. Hendelsesforløpet er uklart. Mer følger.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Mannen kjøres i arrest. Hendelsen er trolig rusrelatert. Vi oppretter sak på forholdet.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.Á vef TV2 í Noregi er haft eftir lögreglu að um hafi verið að ræða íslenskan mann á sjötugsaldri sem hafi gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og segir í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn fóru um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið segir að maðurinn beri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. „Við höfum handtekið mann á sjötugsaldri. Enginn slasaðist. Reynt er að fá úr því skorið hvað gerðist,“ skrifar lögreglan í suðvestur Noregi á Twitter-síðu sinni. Hann mun hafa verið ölvaður og var fluttur til Stafangurs í varðhald. Ferð vélarinnar var síðan framhaldið til Íslands og er hún nú í loftinu. Áætluð lending vélarinnar í Keflavík er 11:15.#Sola - Vi rykker ut til Stavanger lufthavn etter melding om en person som har utagert på et fly. Det er kontroll på personen ombord. Flyet har ikke landet enda, og vi er på vei ut for å ivareta situasjonen så snart flyet er på bakken. Hendelsesforløpet er uklart. Mer følger.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Mannen kjøres i arrest. Hendelsen er trolig rusrelatert. Vi oppretter sak på forholdet.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira