Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:00 Stéphanie Frappart dæmir hér víti í úrslitaleiknum á HM kvenna. Getty/Richard Heathcote Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira