Vonarstræti Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í Liverpool-borg liggur Vonarstræti (e. Hope Street) á milli tveggja dómkirkna borgarinnar, þeirrar kaþólsku og þeirrar anglíkönsku. Með táknrænum hætti hafa verið settar upp styttur miðja vegu þar á milli af biskupunum sem réðu þar ríkjum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Stytturnar eiga að tákna góða samvinnu kirknanna tveggja en einnig vekja von um áframhaldandi góða sambúð. Það er kannski álíka táknrænt að Vonarstræti í Reykjavík skeri línu þvert á milli Alþingishússins og Ráðhússins og minni á hið oft stirða samband sveitarfélaga við þing og ríkisstjórn. Nú stendur yfir heildstæð stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og verða drög að tillögu ráðherra kynnt opinberlega á næstu dögum. Við undirbúning málsins virðist hafa verið vandað til verka. Í sumar hefur þannig verið farið yfir grænbók um sveitarstjórnarmál sem kom út síðastliðið vor. Athyglisvert er að skoða samantektir af samráðsfundum sem haldnir voru með landshlutasamtökum sveitarfélaga um land allt. Meðal skýrustu skilaboða sveitarstjórnarfólks eru þau að auknum verkefnum fylgi ekki aukið fjármagn frá ríkisvaldinu. Flestir virðast sammála um það markmið að efla beri sveitarstjórnarstigið þótt þá greini á um leiðir. Hvaða leiðir sem kunna að verða farnar er það algjört lykilatriði að leyst verði úr langvarandi fjárhagslegri togstreitu aðila. Nýlegt dæmi um deilur um framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er aðeins eitt fjölmargra sem því miður eru of algeng. Greint hefur verið frá þeim áformum að settar verði kröfur um þúsund íbúa lágmarksfjölda í sveitarfélagi. Þessari hugmynd ber að fagna enda löngu tímabært að fækka sveitarfélögum og efla. Full ástæða er þó til að skoða hvort ekki eigi að setja markið enn hærra. Það blasir við að í dag eru mörg sveitarfélög alls ekki í stakk búin til að veita lögbundna þjónustu og hvað þá að bæta við sig verkefnum. Vissulega þarf að horfa á aðstæður á hverjum stað og ekki útilokað að í einhverjum tilvikum þurfi að veita undanþágur. Sveitarfélög í landinu eru í dag 72 talsins og þótt þeim hafi fækkað nokkuð undanfarna áratugi hefur það gerst allt of hægt. Miðað við mannfjölda á öðrum fjórðungi ársins eru 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir einu þúsundi. Þannig er ljóst að fækkunin yrði mikil nái þessar hugmyndir fram að ganga. Fyrirséð er að þessar hugmyndir muni mæta nokkurri andstöðu eins og áður þegar sameiningarmálin hefur borið á góma. Margvísleg tækifæri til að efla sveitarstjórnarstigið felast í frekari sameiningum. Það er komið undir sveitarstjórnarfólki, ríkisstjórninni og þinginu sem fjárveitingarvaldi að nýta það tækifæri. Þessir aðilar þurfa að vera samstiga í því að sýna fram á ávinninginn sem svo sannarlega er til staðar. Fyrstu skrefin í þessari vegferð lofa góðu og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun