Tónleikagestir til fyrirmyndar þrátt fyrir tvær handtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 10:09 Þorri tónleikagesti þótti haga sér vel á tónleikum Ed Sheeran um helgina. Vísir/vilhelm Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld. Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira