Lýðræði allra Davíð Stefánsson skrifar 12. ágúst 2019 07:00 Það voru orð að sönnu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmála, þegar hann í grein hér í blaðinu sagði sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Nýrri þingsályktun er ætlað að marka heildarstefnu um sveitarstjórnarstigið. Sigurður Ingi sagði að sameina þurfi sveitarfélög til betri þjónustu. Í bígerð eru umbætur í opinberri stjórnsýslu til að efla sveitarstjórnarstigið sem á að að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og að sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu séu tryggð. Undir áherslu á lýðræði tökum við flest. Lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga er mjög mikilvæg. Þrátt fyrir það fór lítið fyrir nýlegri tilkynningu frá Hagstofunni um kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar kom fram að kjörsókn þeirra sem höfðu íslenskt ríkisfang hafi verið um 69,7 prósent. Auk Íslendinga eiga kosningarétt norrænir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Sama gildir um aðra erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eigi skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru 11.680 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt hér á landi. Þar af voru 989 frá öðrum Norðurlöndum og 10.691 frá öðrum ríkjum. Það er sláandi að sjá að einungis 2.151 erlendur ríkisborgari hafi nýtt kosningaréttinn. Kosningaþátttaka norrænna ríkisborgara var 51,4 prósent og annarra erlendra ríkisborgara 15,3 prósent. Til að bæta gráu ofan á svart er í þessum hópi helmingi minni kjörsókn hjá aldurshópi 18-29 ára en hjá 40 ára og eldri. Mögulegar ástæður fyrir þessari litlu þátttöku gætu verið tungumálaörðugleikar, skortur á upplýsingum eða efasemdir sem eiga rætur í upplifun kosninga í heimalandinu vegna spillingar eða annarra þátta. Efalítið segja einhverjir að lítil þátttaka sé eðlileg því menn ætli að staldra stutt við. En fimm ár eða meira eru talsverð dvöl. Margt þessa fólks hefur dvalið langdvölum hér án þess að nýta kosningaréttinn. Þessi litla kosningaþátttaka er vondar fréttir fyrir lýðræðislegt samfélag. Það að einungis 15,3 prósent erlendra ríkisborgara kjósi er óæskilegt. Sístækkandi hóp innflytjenda í íslensku samfélagi verður að virkja betur. Virk þátttaka borgara úr öllum hópum samfélagsins óháð uppruna og efnahag ýtir undir frelsi og sjálfstraust, eflir viðhorf og áhrif. Það að hafa sem fæsta afskipta í samfélaginu gerir það sterkara og betra. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 28. maí 2022. Þessir ríflega 1.000 dagar ættu að vera nægur tími fyrir ráðamenn sveitarfélaga til að huga að aðgerðum til aukinnar kosningaþátttöku allra. Koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það voru orð að sönnu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmála, þegar hann í grein hér í blaðinu sagði sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Nýrri þingsályktun er ætlað að marka heildarstefnu um sveitarstjórnarstigið. Sigurður Ingi sagði að sameina þurfi sveitarfélög til betri þjónustu. Í bígerð eru umbætur í opinberri stjórnsýslu til að efla sveitarstjórnarstigið sem á að að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og að sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu séu tryggð. Undir áherslu á lýðræði tökum við flest. Lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga er mjög mikilvæg. Þrátt fyrir það fór lítið fyrir nýlegri tilkynningu frá Hagstofunni um kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar kom fram að kjörsókn þeirra sem höfðu íslenskt ríkisfang hafi verið um 69,7 prósent. Auk Íslendinga eiga kosningarétt norrænir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Sama gildir um aðra erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eigi skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru 11.680 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt hér á landi. Þar af voru 989 frá öðrum Norðurlöndum og 10.691 frá öðrum ríkjum. Það er sláandi að sjá að einungis 2.151 erlendur ríkisborgari hafi nýtt kosningaréttinn. Kosningaþátttaka norrænna ríkisborgara var 51,4 prósent og annarra erlendra ríkisborgara 15,3 prósent. Til að bæta gráu ofan á svart er í þessum hópi helmingi minni kjörsókn hjá aldurshópi 18-29 ára en hjá 40 ára og eldri. Mögulegar ástæður fyrir þessari litlu þátttöku gætu verið tungumálaörðugleikar, skortur á upplýsingum eða efasemdir sem eiga rætur í upplifun kosninga í heimalandinu vegna spillingar eða annarra þátta. Efalítið segja einhverjir að lítil þátttaka sé eðlileg því menn ætli að staldra stutt við. En fimm ár eða meira eru talsverð dvöl. Margt þessa fólks hefur dvalið langdvölum hér án þess að nýta kosningaréttinn. Þessi litla kosningaþátttaka er vondar fréttir fyrir lýðræðislegt samfélag. Það að einungis 15,3 prósent erlendra ríkisborgara kjósi er óæskilegt. Sístækkandi hóp innflytjenda í íslensku samfélagi verður að virkja betur. Virk þátttaka borgara úr öllum hópum samfélagsins óháð uppruna og efnahag ýtir undir frelsi og sjálfstraust, eflir viðhorf og áhrif. Það að hafa sem fæsta afskipta í samfélaginu gerir það sterkara og betra. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 28. maí 2022. Þessir ríflega 1.000 dagar ættu að vera nægur tími fyrir ráðamenn sveitarfélaga til að huga að aðgerðum til aukinnar kosningaþátttöku allra. Koma svo!
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar