Elliði hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2019 12:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi brosir þrátt fyrir áhyggjur af starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins. Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi og óttast um framtíð garðyrkjudeildar skólans, sem tilheyrir Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hveragerði líka áhyggjur af starfsemi skólans og framtíð hans. Bæjarráð Hveragerðisbæjar sendi frá sér ályktun fyrr í sumar þar sem ráðið lýsir fyrir hönd Hveragerðisbæjar áhyggjum sínum af nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann. Garðyrkjuskólinn er í túnfæti Hveragerðisbæjar en þó í Sveitarfélaginu Ölfuss. Þar hafa menn líka áhyggjur af framtíð skólans, Elliði Vignisson er bæjarstjóri þar. „Málið snýst um það að Garðyrkjuskólinn, eða þessi deild Landbúnaðarháskólans hér í Ölfusi að hún er ein af undirstöðu menntastofnunum þessa svæðis. Það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur fannst vera að vinna stefnumótun fyrir þessa deild án aðkomu okkar íbúa hér á svæðinu. Þar teljum við ekki rétt með farið og höfum komið því áleiðis og höfum trú á því beiðni okkar verði mætt, við viljum vera þátttakendur“, segir Elliði. Á hverju ári er opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum. Hér er skálað í kaffi, sem ræktað er í hitabeltisgróðurhúsi skólans. Á myndinni sem var tekin 24. apríl 2014 eru ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var rektor skólans á þeim tíma en er í dag sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elliði segist ekki geta hugsað til þess verði dregið verði úr starfsemi Garðyrkjuskólans eða honum lokað því starfsemin á Reykjum sé undirstaða garðyrkju í landinu. „Inn í framtíðina á garðyrkja gríðarlega mikil tækifæri. Mannkynið er að fara úr sex og hálfum milljarði í tíu milljarða. Á næstum þrjátíu árum þarf mannkynið að búa til jafn mikið af mat og það hefur gert síðustu átta þúsund árin. Það verður ekki gert nema að við tökum þátt í að mennta fólk og Ísland á hér gríðarlega mikilvæg tækifæri og Ölfusið og nærsveitir þar með“. En ef það verður lokað, hvað gera bændur þá? „Ég hef ekki trú á því að það reyni nokkurn tímann á það. Þeir sem hafa séð reiða sunnlenska bændur þeir vita að þeir vilja ekki að sú staða komi upp“, segir Elliði. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi.Úr myndasafni.Þegar Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands var spurð út í starfsemi Garðyrkjuskólans og hugsanlegar breytingar þar segir hún að það hafi ekkert verið rætt um að gera breytingar á náminu á Reykjum og það séu heldur engar breytingar lagðar til á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann í nýrri stefnu Landbúnaðarháskólans. Guðríður Helgadóttir er staðarhaldari á Reykjum og hefur umsjón með náminu og starfsemi staðarins.
Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira