„Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 21:18 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fréttablaðið/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. Hluti af því sé breytt leiðakerfi Strætó og Borgarlína, styttri vegalengdir og þéttari byggð auk þess sem tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með rafmagnshjól hefur reynst vel. Sigurborg ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Var hún spurð út í það hvort ekki væri til skoðunar hjá borginni að taka upp tæknivæddari umferðarljós til þess að stýra umferðinni betur. „Að sjálfsögðu erum við að skoða það. Það er í gangi núna samvinnuverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að snjallvæða umferðarljósin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í vinnslu og ég reikna með að verði hluti af þeim samgöngupakka sem sveitarfélögin eru að semja við ríkið um. Að þá komist þetta í lag því það er alveg mjög góður punktur og það er alveg rétt að það er hægt að stýra flæðinu betur og við höfum ekki verið með bestu umferðarljósin hvað þetta varðar,“ sagði Sigurborg.Nýtt leiðakerfi Strætó kynnt í september Hún sagðist skilja það vel að fólk væri að kalla eftir lausnum núna strax þar sem það væri mjög pirrandi að vera fastur í umferð. Hún kvaðst sammála því að það þyrfti að gera hlutina hraðar þegar kæmi að samgöngubótum. Sigurborg sagði tvær mjög stórar aðgerðir í bígerð sem verða kynntar von bráðar, annars vegar fyrrnefndan samgöngupakka og hins vegar glænýtt leiðakerfi Strætó sem verður kynnt í september. „Þetta helst í hendur og mun vonandi hafa mikil áhrif á umferðina hjá okkur. Því það er alveg skýrt orsakasamhengi á milli þess að ef við viljum komast hraðar yfir þá verðum við að breyta ferðamátanum.“ Sigurborg var þá spurð hver ætti að taka það að sér að taka strætó þar sem fólkið í bílunum væri að velja sér þann ferðamáta. „Já, það er bara vegna þess að strætó er ekki raunhæfur kostur fyrir þau, það getur verið að það sé ástæðan.“Sveitarfélögin þurfa að sammælast um að hafa frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema Fyrr í þættinum hafði verði rætt við Kristin Þorsteinsson, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formann Skólameistarafélagsins, um hugmyndir þess efnis að láta framhaldsskólana byrja síðar til að létta á umferðinni. Sagði hann að það gæti orðið erfitt í útfærslu en lagði til að framhaldsskólanemar myndu frekar fá frítt í strætó. Sigurborg tók undir að það ætti að gera allt sem hægt væri til þess að fá skólakrakkana í strætó. „Það var reynt á sínum tíma að hafa frítt í strætó fyrir þennan hóp og það skilaði litlum árangri á sínum tíma. Þannig að það var hætt við það tilraunaverkefni en það er alveg kominn tími á að endurskoða það og í rauninni bara hvað er besta leiðin, hvernig getum við stutt við þetta?“ Til þess að hægt yrði að hafa frítt í strætó strax þyrftu hins vegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að vera sammála um þá leið enda kostaði það peninga að hafa frítt í strætó. Sveitarfélögin þyrftu að vera sammála um hvernig fjármununum væri best varið. Sigurborg var að lokum spurð hver lausnin væri, hvort hún væri að bíða eftir nýju leiðakerfi Strætó og Borgarlínu: „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú. Hluti af því er leiðakerfi Strætó og Borgarlína, hluti af því er að stytta vegalengdir, þétta byggðina, og að sjálfsögðu það sem hefur komið hvað sterkast út í rannsóknum það eru rafmagnshjólin. Reykjavíkurborg er búin að vera með tilraunaverkefni á rafmagnshjólum og það sem kemur í ljós er að þeir sem hafa fengið rafmagnshjól til afnota þeir nota það að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku til að fara í vinnuna og yfir 80 prósent voru að nota rafmagnshjólin í staðinn fyrir einkabílinn þannig að þarna er rosalegt sóknarfæri.“ Viðtalið við Sigurborgu má heyra í spilaranum hér fyrir ofan og viðtalið við Kristin í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarlína Garðabær Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Strætó Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. Hluti af því sé breytt leiðakerfi Strætó og Borgarlína, styttri vegalengdir og þéttari byggð auk þess sem tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með rafmagnshjól hefur reynst vel. Sigurborg ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Var hún spurð út í það hvort ekki væri til skoðunar hjá borginni að taka upp tæknivæddari umferðarljós til þess að stýra umferðinni betur. „Að sjálfsögðu erum við að skoða það. Það er í gangi núna samvinnuverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að snjallvæða umferðarljósin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í vinnslu og ég reikna með að verði hluti af þeim samgöngupakka sem sveitarfélögin eru að semja við ríkið um. Að þá komist þetta í lag því það er alveg mjög góður punktur og það er alveg rétt að það er hægt að stýra flæðinu betur og við höfum ekki verið með bestu umferðarljósin hvað þetta varðar,“ sagði Sigurborg.Nýtt leiðakerfi Strætó kynnt í september Hún sagðist skilja það vel að fólk væri að kalla eftir lausnum núna strax þar sem það væri mjög pirrandi að vera fastur í umferð. Hún kvaðst sammála því að það þyrfti að gera hlutina hraðar þegar kæmi að samgöngubótum. Sigurborg sagði tvær mjög stórar aðgerðir í bígerð sem verða kynntar von bráðar, annars vegar fyrrnefndan samgöngupakka og hins vegar glænýtt leiðakerfi Strætó sem verður kynnt í september. „Þetta helst í hendur og mun vonandi hafa mikil áhrif á umferðina hjá okkur. Því það er alveg skýrt orsakasamhengi á milli þess að ef við viljum komast hraðar yfir þá verðum við að breyta ferðamátanum.“ Sigurborg var þá spurð hver ætti að taka það að sér að taka strætó þar sem fólkið í bílunum væri að velja sér þann ferðamáta. „Já, það er bara vegna þess að strætó er ekki raunhæfur kostur fyrir þau, það getur verið að það sé ástæðan.“Sveitarfélögin þurfa að sammælast um að hafa frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema Fyrr í þættinum hafði verði rætt við Kristin Þorsteinsson, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formann Skólameistarafélagsins, um hugmyndir þess efnis að láta framhaldsskólana byrja síðar til að létta á umferðinni. Sagði hann að það gæti orðið erfitt í útfærslu en lagði til að framhaldsskólanemar myndu frekar fá frítt í strætó. Sigurborg tók undir að það ætti að gera allt sem hægt væri til þess að fá skólakrakkana í strætó. „Það var reynt á sínum tíma að hafa frítt í strætó fyrir þennan hóp og það skilaði litlum árangri á sínum tíma. Þannig að það var hætt við það tilraunaverkefni en það er alveg kominn tími á að endurskoða það og í rauninni bara hvað er besta leiðin, hvernig getum við stutt við þetta?“ Til þess að hægt yrði að hafa frítt í strætó strax þyrftu hins vegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að vera sammála um þá leið enda kostaði það peninga að hafa frítt í strætó. Sveitarfélögin þyrftu að vera sammála um hvernig fjármununum væri best varið. Sigurborg var að lokum spurð hver lausnin væri, hvort hún væri að bíða eftir nýju leiðakerfi Strætó og Borgarlínu: „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú. Hluti af því er leiðakerfi Strætó og Borgarlína, hluti af því er að stytta vegalengdir, þétta byggðina, og að sjálfsögðu það sem hefur komið hvað sterkast út í rannsóknum það eru rafmagnshjólin. Reykjavíkurborg er búin að vera með tilraunaverkefni á rafmagnshjólum og það sem kemur í ljós er að þeir sem hafa fengið rafmagnshjól til afnota þeir nota það að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku til að fara í vinnuna og yfir 80 prósent voru að nota rafmagnshjólin í staðinn fyrir einkabílinn þannig að þarna er rosalegt sóknarfæri.“ Viðtalið við Sigurborgu má heyra í spilaranum hér fyrir ofan og viðtalið við Kristin í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarlína Garðabær Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Strætó Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda