Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 15:30 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem segir hegðun Comey hafa sett hættulegt fordæmi fyrir aðra starfsmenn FBI. Það er þó niðurstaða rannsóknarinnar að Comey hafi ekki lekið trúnaðargögnum en málinu var vísað til saksóknara til ákvörðunar um hvort sækja ætti Comey til saka vegna málsins. Saksóknarar ákváðu að leggja ekki fram ákæru í málinu.Minnisblöð Comey vöktu á sínum tíma mikla athygli en í þeim skrásetti Comey hvað fór á milli hans og Trump eftir fundi þeirra í Hvíta húsini. Í einu minnisblaðinu kom fram að Trump hafi ýjað að því að Comey ætti að beita sér fyrir því að rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, yrði hætt. Trump rak síðar Comey úr embætti forstjóra FBI.Í frétt CNN segir að fregnir af efni minnisblaðanna hafi meðal annars orðið til þess að hafin var sérstök rannsókn á því hvort að Trump hafi framið lögbrot með því að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókninni lauk fyrr á árinu og var það meðal annars niðurstaða rannsóknarinnar að ekki væri hægt að hreinsa forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Reglurnar sem Comey braut snúa að því að starfsmenn FBI megi ekki taka gögn með sér án heimildar FBI. Comey tók heim með sér minnst fjögur minnisblöð og geymdi hann þau í öryggisskáp á heimili sínu. Þá lét hann FBI ekki vita að hann hefði minnisblöðin í sinni vörslu, eftir að hann var rekinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem segir hegðun Comey hafa sett hættulegt fordæmi fyrir aðra starfsmenn FBI. Það er þó niðurstaða rannsóknarinnar að Comey hafi ekki lekið trúnaðargögnum en málinu var vísað til saksóknara til ákvörðunar um hvort sækja ætti Comey til saka vegna málsins. Saksóknarar ákváðu að leggja ekki fram ákæru í málinu.Minnisblöð Comey vöktu á sínum tíma mikla athygli en í þeim skrásetti Comey hvað fór á milli hans og Trump eftir fundi þeirra í Hvíta húsini. Í einu minnisblaðinu kom fram að Trump hafi ýjað að því að Comey ætti að beita sér fyrir því að rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, yrði hætt. Trump rak síðar Comey úr embætti forstjóra FBI.Í frétt CNN segir að fregnir af efni minnisblaðanna hafi meðal annars orðið til þess að hafin var sérstök rannsókn á því hvort að Trump hafi framið lögbrot með því að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókninni lauk fyrr á árinu og var það meðal annars niðurstaða rannsóknarinnar að ekki væri hægt að hreinsa forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Reglurnar sem Comey braut snúa að því að starfsmenn FBI megi ekki taka gögn með sér án heimildar FBI. Comey tók heim með sér minnst fjögur minnisblöð og geymdi hann þau í öryggisskáp á heimili sínu. Þá lét hann FBI ekki vita að hann hefði minnisblöðin í sinni vörslu, eftir að hann var rekinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04