Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 12:01 Borgarfulltrúi Pírata hjá Reykjavíkurborg dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, sakar Eyþór Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, um lýðskrum vegna færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni þar sem gagnrýnir hugmyndir meirihlutans í borginni um að draga úr kjötneyslu í skólum borgarinnar. „Jæja, þá eru Sjálfstæðismenn að leggja upp í enn eitt menningarstríðið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á grænmeti og ávöxtum í mötuneytum borgarinnar. Þetta nær ekki nokkurri átt lengur. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki standa fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum,“ segir Dóra Björt. „Ef það eru ekki mötuneyti starfsmanna sem eru fyrir þeim þá eru það reiðhjól, mathallir eða borgarlína. Alltaf eru skilaboðin sú að lífsgæði hefðbundinna Sjálfstæðismanna standi ógn af menningarmarxistunum í borgarmeirihlutanum,“ segir Dóra Björt sem þykir framganga borgarfulltrúanna kjánaleg og ófrumleg. „Eyþór veit alveg sjálfur að það stendur ekkert til að troða veganisma ofan í kokið á einum né neinum. Honum er bara alveg sama hvað er rétt og hvað er rangt og stekkur alltaf á tækifæri til að skruma“. Matarstefna Reykjavíkurborgar hefði verið samþykkt af öllum flokkum og markmið hennar hollur og góður matur.Líf Magneudóttir, fjallaði um málið á Facebook-síðu sinni á sunnudag.FBL/Sigtryggur AriÁ sunnudag viðraði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, hugmyndir sínar um breytingar á matarstefnu. Hún hafi lengi verið þeirrar skoðunar að minnka eigi verulega kjötframboði í mötuneytum borgarinnar og jafnvel hætta alfarið að bjóða upp á kjöt. Þrátt fyrir að hún hafi ekki beinlínis boðað þessar breytingar sagði hún: „Nú höfum við samþykkt nokkrar mikilvægar stefnur í Reykjavík þ.m.t. mannréttindastefnuna, matarstefnuna og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Allt eru þetta stefnur sem miða að sama markmiði. Að hlúa að fólki og náttúru. Að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar er samnefnari þessara stefna.“ Dóra Björt segir að ramminn sé skýr. Grunnmatseðill sé notaður til sex vikna. Í matarstefnunni komi fram að fiskur skuli vera í boði tvisvar í viku, kjöt einu sinni til tvisvar í viku en grænmeti, ávextir og mjólk í boði á hverjum degi. Þá sé lagst gegn sykruðum súpum og unnum kjötvörum. „Það er ekki stríð gegn einkabílnum að öðrum sé boðið að hjóla og taka strætó. Það er ekki stríð gegn veitingahúsum að starfsfólkið okkar fái aðgang að mötuneytum og það er ekki stríð gegn kjötætum að bjóða upp á ávexti og grænmeti í skólum barna.“ Uppfært kl. 13:36. Eyþór hefur nú svarað ásökunum Dóru. Hann þvertekur fyrir að pistill hans um að skólamatur eigi áfram að innihalda fisk, skyr, egg, kjöt og landbúnaðarvörur sé lýðskrum. Málið snúist um lýðheilsu og heilsu barna. Hann sagði að nær væri að minnka kolefnisspor stjórnmálamanna. Eyþór bætti við að hveiti og erlendar baunir skildu eftir sig kolefnisspor og að hveiti sé ekki það hollasta fyrir börnin. Eyþór biðlar til borgarstjórnar að spara yfirlýsingarnar og hlusta á málefnalega gagnrýni. Hér er hægt að lesa pistil Eyþórs. Borgarstjórn Landbúnaður Loftslagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Vill ekki fækka kjötdögum og segir vinstri mönnum að „byrja á sjálfum sér“ Eyþór segir að sá matur sem standi börnum til boða í skólum borgarinnar gæti verið betri. 27. ágúst 2019 09:22 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Segir vandasamt að útiloka matvörur Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, segir embættið vonandi gefa út könnun í haust um mataræði fólks í skóla til að sjá hve stór hluti velji sér grænkerafæði. 26. ágúst 2019 21:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, sakar Eyþór Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, um lýðskrum vegna færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni þar sem gagnrýnir hugmyndir meirihlutans í borginni um að draga úr kjötneyslu í skólum borgarinnar. „Jæja, þá eru Sjálfstæðismenn að leggja upp í enn eitt menningarstríðið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á grænmeti og ávöxtum í mötuneytum borgarinnar. Þetta nær ekki nokkurri átt lengur. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki standa fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum,“ segir Dóra Björt. „Ef það eru ekki mötuneyti starfsmanna sem eru fyrir þeim þá eru það reiðhjól, mathallir eða borgarlína. Alltaf eru skilaboðin sú að lífsgæði hefðbundinna Sjálfstæðismanna standi ógn af menningarmarxistunum í borgarmeirihlutanum,“ segir Dóra Björt sem þykir framganga borgarfulltrúanna kjánaleg og ófrumleg. „Eyþór veit alveg sjálfur að það stendur ekkert til að troða veganisma ofan í kokið á einum né neinum. Honum er bara alveg sama hvað er rétt og hvað er rangt og stekkur alltaf á tækifæri til að skruma“. Matarstefna Reykjavíkurborgar hefði verið samþykkt af öllum flokkum og markmið hennar hollur og góður matur.Líf Magneudóttir, fjallaði um málið á Facebook-síðu sinni á sunnudag.FBL/Sigtryggur AriÁ sunnudag viðraði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, hugmyndir sínar um breytingar á matarstefnu. Hún hafi lengi verið þeirrar skoðunar að minnka eigi verulega kjötframboði í mötuneytum borgarinnar og jafnvel hætta alfarið að bjóða upp á kjöt. Þrátt fyrir að hún hafi ekki beinlínis boðað þessar breytingar sagði hún: „Nú höfum við samþykkt nokkrar mikilvægar stefnur í Reykjavík þ.m.t. mannréttindastefnuna, matarstefnuna og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Allt eru þetta stefnur sem miða að sama markmiði. Að hlúa að fólki og náttúru. Að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar er samnefnari þessara stefna.“ Dóra Björt segir að ramminn sé skýr. Grunnmatseðill sé notaður til sex vikna. Í matarstefnunni komi fram að fiskur skuli vera í boði tvisvar í viku, kjöt einu sinni til tvisvar í viku en grænmeti, ávextir og mjólk í boði á hverjum degi. Þá sé lagst gegn sykruðum súpum og unnum kjötvörum. „Það er ekki stríð gegn einkabílnum að öðrum sé boðið að hjóla og taka strætó. Það er ekki stríð gegn veitingahúsum að starfsfólkið okkar fái aðgang að mötuneytum og það er ekki stríð gegn kjötætum að bjóða upp á ávexti og grænmeti í skólum barna.“ Uppfært kl. 13:36. Eyþór hefur nú svarað ásökunum Dóru. Hann þvertekur fyrir að pistill hans um að skólamatur eigi áfram að innihalda fisk, skyr, egg, kjöt og landbúnaðarvörur sé lýðskrum. Málið snúist um lýðheilsu og heilsu barna. Hann sagði að nær væri að minnka kolefnisspor stjórnmálamanna. Eyþór bætti við að hveiti og erlendar baunir skildu eftir sig kolefnisspor og að hveiti sé ekki það hollasta fyrir börnin. Eyþór biðlar til borgarstjórnar að spara yfirlýsingarnar og hlusta á málefnalega gagnrýni. Hér er hægt að lesa pistil Eyþórs.
Borgarstjórn Landbúnaður Loftslagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Vill ekki fækka kjötdögum og segir vinstri mönnum að „byrja á sjálfum sér“ Eyþór segir að sá matur sem standi börnum til boða í skólum borgarinnar gæti verið betri. 27. ágúst 2019 09:22 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Segir vandasamt að útiloka matvörur Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, segir embættið vonandi gefa út könnun í haust um mataræði fólks í skóla til að sjá hve stór hluti velji sér grænkerafæði. 26. ágúst 2019 21:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Vill ekki fækka kjötdögum og segir vinstri mönnum að „byrja á sjálfum sér“ Eyþór segir að sá matur sem standi börnum til boða í skólum borgarinnar gæti verið betri. 27. ágúst 2019 09:22
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15
Segir vandasamt að útiloka matvörur Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, segir embættið vonandi gefa út könnun í haust um mataræði fólks í skóla til að sjá hve stór hluti velji sér grænkerafæði. 26. ágúst 2019 21:15