Á biðlista eru 1328 börn Valgerður Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:17 Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar