"Dauðir fuglar valda ekki hættu fyrir flugvélarnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 22:09 Flugvélin varð fyrir miklu tjóni þegar hún flaug inn í gæsager á Reykjavíkurflugvelli í dag. Myndin er af Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“ Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira