Njarðvíkingar segja framkomu Magnamanna óásættanlega og kvarta til KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2019 11:01 Sveinn Þór (fyrir miðju) tók við Magna í byrjun þessa mánaðar. Hann var áður aðstoðarþjálfari KA. mynd/Magni Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019: Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019:
Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira
Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01