Aukning á kynferðisbrotum á Suðurnesjum: Hugsanlegt að fólk treysti sér í auknum mæli til að kæra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 13:44 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári. Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að það sé aukning í brotaflokknum. Þá kunni að vera að fólk treysti sér frekar til að kæra. Árið 2017 voru 25 kynferðisbrotamál rannsökuð hjá lögreglunnu á Suðurnesjum. Í nýbirtri árskýrslu embættissins fyrir árið 2018 kemur fram að 42 kynferðisbrotamál hafi verið tilkynnt á árinu og eru það næstum helmingi fleiri brot en árið 2017. „Skýringin kann hugsanlega að liggja í því að það sé aukning í brotaflokknum. Og hugsanlega að fólk treysti sér frekar að kæra. Ég geri ráð fyrir því að fyrri skýringin sé því miður líklegri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Í ársskýrslunni segir að rafræn gagnavarsla nýtist vel við að upplýsa kynferðisbrotamál. „Við höfum auðvitað betri aðgang að tæknilegri upplýsigum heldur en var á árum áður. Bæði upplýsingar sem hægt er er að nálgast úr símtækjum og líka hugsanlega að við höfum fleri myndavélar sem sýna ferðir almennings,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að umferðarlagabrot hafi aukist talsvert á milli ára. Árið 2017 voru skráð umferarlagabrot 1.977 en í fyrra voru þau 2.574. Hlutfall þeirra sem aka undir áhrifum ólöglegra fíknefniefna jókst mest en 193 voru teknir fyrir fíkiefnaakstur árið 2017 en 311 manns í fyrra. Ólafur Helgi segir að mikið hafi verið lagt í umferðareftirlit hjá embættinu. „Hins vegar er því ekki að neita að þegar maður horfir á þessar tölur og sér að akstur undir áhrifum fíkniefna er orðinn mun meiri en akstur undir áhrifum áfengis þá auðvitað vekur það upp ákveðinn ótta af því að það sé afleiðing af aukinni fíkniefnaneyslu í samfélaginu,“ segir Ólafur Helgi. Þá kemur fram í skýrslunni að tuttugu og einum hafi tekist að fara með ólöglegum hætti um ytri landamæri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er hlutfallið hærra en það var á síðasta ári.
Grindavík Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira