Handtakan á Hinsegin dögum til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 19:30 Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk. Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk.
Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira