Þverneitar að hafa brotlent nýrri flugvél sinni viljandi til að vekja athygli á sér Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 19:01 Flugmaðurinn er hinn 34 ára gamli David Lesh. Twitter Bandarískur flugmaður hefur vakið mikla athygli fyrir að festa á myndband afleiðingar þess þegar hann brotlenti flugvél sinni í sjóinn undan strönd San Francisco-borgar síðastliðinn þriðjudag. Flugmaðurinn er hinn 34 ára gamli David Lesh. Hann var á ferð í flugvél sinni ásamt vinkonu sinni Kayla þegar vélin missti afl. Þau höfðu verið á flugi yfir svæðið ásamt annarri flugvél þegar ógæfan dundi. Lesh mætti í viðtal hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBC þar sem hann þverneitaði fyrir að um kynningarbrellu hafi verið að ræða. Lesh hefur sjálfur lýst sér á samfélagsmiðlum sem ofurhugi. „Af mörgum ástæðum er það ekki rétt. Fyrir það fyrsta, þá var ég nýbúinn að kaupa þessa flugvél. Ég var afar stoltur af henni og þetta var jómfrúarflugið,“ sagði Lesh. „Ef þú heldur að ég hafi brotlenti nýju vélinni minni í Kyrrahafið, þá þarftu að athuga þinn gang,“ sagði Lesh. CBC greindi frá því að bandaríska Landhelgisgæslan hefði birt myndband af björgun Lesh þar sem mátti sjá hann taka myndband af öllu ferlinu. Er Lesh sagður hafa farið fram á tvö þúsund dollara í greiðslu frá fjölmiðlum fyrir að sýna myndböndin.Önnur flugvél hafði flogið á undan flugvél Leash þar sem ætlunin var að taka myndir af flugvélinni hans Lesh. Flugmaður hinnar vélarinnar, Owen Leipelt, tók eftir því að flugvélin hans Lesh fór í sjóinn og hafði samstundis samband við flugmálayfirvöld og Landhelgisgæsluna. Lesh og vinkona hans slösuðust ekki alvarlega og þáðu ekki læknishjálp þegar þau voru komin í land. Hér fyrir neðan má sjá þegar vélin fór í sjóinn:#NEW WATCH the moment the aircraft hit water. Pilot tells me he just got the plane a few weeks ago. He was in the middle of a photo shoot over the coast, when plane lost power. Says there was no real impact, he was able to skip the aircraft along the water. Amazing. #abc7now pic.twitter.com/Sedd5E4cRt— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019 Hér má sjá þegar David Lesh og vinkonan hans er komin úr vélinni og í sjóinn:#NEW Excuse the language, BUT moments before this video was taken, these two went down with their plane. Incredible!No injuries, other than a few jellyfish stings. Details https://t.co/du3ta4kICe #abc7now pic.twitter.com/gChI2Mv68O— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019 Hér má sjá þegar vélin sekkur:#NEW The last time David Lesh saw any part of his Beech Craft Bonanza. #abc7now pic.twitter.com/FA3rSKbSMb— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019 Hér má sjá þegar honum er bjargað af Landhelgisgæslunni:#NEW video of David Lesh's rescue. @USCG says, “What was truly amazing about tonight was there was another aircraft on-scene that quickly responded.” Lesh's friend circled the two until help arrived. Talk about teamwork. #abc7now pic.twitter.com/lQtmzKZ0dL— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019 Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Bandarískur flugmaður hefur vakið mikla athygli fyrir að festa á myndband afleiðingar þess þegar hann brotlenti flugvél sinni í sjóinn undan strönd San Francisco-borgar síðastliðinn þriðjudag. Flugmaðurinn er hinn 34 ára gamli David Lesh. Hann var á ferð í flugvél sinni ásamt vinkonu sinni Kayla þegar vélin missti afl. Þau höfðu verið á flugi yfir svæðið ásamt annarri flugvél þegar ógæfan dundi. Lesh mætti í viðtal hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBC þar sem hann þverneitaði fyrir að um kynningarbrellu hafi verið að ræða. Lesh hefur sjálfur lýst sér á samfélagsmiðlum sem ofurhugi. „Af mörgum ástæðum er það ekki rétt. Fyrir það fyrsta, þá var ég nýbúinn að kaupa þessa flugvél. Ég var afar stoltur af henni og þetta var jómfrúarflugið,“ sagði Lesh. „Ef þú heldur að ég hafi brotlenti nýju vélinni minni í Kyrrahafið, þá þarftu að athuga þinn gang,“ sagði Lesh. CBC greindi frá því að bandaríska Landhelgisgæslan hefði birt myndband af björgun Lesh þar sem mátti sjá hann taka myndband af öllu ferlinu. Er Lesh sagður hafa farið fram á tvö þúsund dollara í greiðslu frá fjölmiðlum fyrir að sýna myndböndin.Önnur flugvél hafði flogið á undan flugvél Leash þar sem ætlunin var að taka myndir af flugvélinni hans Lesh. Flugmaður hinnar vélarinnar, Owen Leipelt, tók eftir því að flugvélin hans Lesh fór í sjóinn og hafði samstundis samband við flugmálayfirvöld og Landhelgisgæsluna. Lesh og vinkona hans slösuðust ekki alvarlega og þáðu ekki læknishjálp þegar þau voru komin í land. Hér fyrir neðan má sjá þegar vélin fór í sjóinn:#NEW WATCH the moment the aircraft hit water. Pilot tells me he just got the plane a few weeks ago. He was in the middle of a photo shoot over the coast, when plane lost power. Says there was no real impact, he was able to skip the aircraft along the water. Amazing. #abc7now pic.twitter.com/Sedd5E4cRt— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019 Hér má sjá þegar David Lesh og vinkonan hans er komin úr vélinni og í sjóinn:#NEW Excuse the language, BUT moments before this video was taken, these two went down with their plane. Incredible!No injuries, other than a few jellyfish stings. Details https://t.co/du3ta4kICe #abc7now pic.twitter.com/gChI2Mv68O— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019 Hér má sjá þegar vélin sekkur:#NEW The last time David Lesh saw any part of his Beech Craft Bonanza. #abc7now pic.twitter.com/FA3rSKbSMb— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019 Hér má sjá þegar honum er bjargað af Landhelgisgæslunni:#NEW video of David Lesh's rescue. @USCG says, “What was truly amazing about tonight was there was another aircraft on-scene that quickly responded.” Lesh's friend circled the two until help arrived. Talk about teamwork. #abc7now pic.twitter.com/lQtmzKZ0dL— Amanda del Castillo (@AmandaABC7) 21 August 2019
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira