Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. ágúst 2019 17:56 Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. FBL/Stefán Sextán ára dreng sem glímir við fötlun var í dag vikið úr sérnámsbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla, að sögn foreldra hans, eftir að hafa slegið kennara. Drengurinn hóf nám við skólann í gær. Foreldrar drengsins skilja ekki hvernig hægt sé að gefast upp á honum á öðrum degi. Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. Vilmundur Hansen, faðir drengsins, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. Sonur hans, sem býr á sambýli fyrir börn, fékk inngöngu í Ármúla en aðstandendur drengsins töldu sérnámsbraut skólans besta kostinn að loknu náminu í Klettaskóla. Færsla hans er í mikilli dreifingu og skilur fólk ekki upp né niður. „Hann er skólalaus,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, móðir drengsins. Drengurinn býr á sambýli fyrir börn og móðir hans segir alla vita að það séu engir englar sem fara þangað. „Ég dreg ekkert úr því að hann á slæmar hliðar sem eru að slá og svona,“ segir Anna Guðrún. Það sé það sem gerst hafi. En möguleikinn á því að slíkt gæti gerst ætti að hafa verið öllum ljós. Mistökin hafi verið að hafa ekki betra aðlögunarferli að skólagöngunni.Hefði átt að vera þrjóskari „Ég hefði átt að vera þrjóskari í því,“ segir Anna Guðrún. Hún hafi lagt það til á fundinum í dag að hefja skólagönguna að nýju með aðlögun. „Við buðumst til þess, að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Einhver sem þekkti hann kæmi með honum og væri eins og lengi og þyrfti. Þeirra svar var að þessi skóli hentaði honum ekki.“ Ástæðan fyrir því að drengurinn fór í skólann var sú, að sögn Önnu Guðrúnar, að þarna ætti að vera besta sérdeildin. Starfsfólkið hefði mikla starfsreynslu og þar væru miklir reynsluboltar.Ættu að finna lausn Meðal samnemenda drengsins eru börn sem voru með honum í Klettaskóla. Börn sem þekki vel til hans. „Þau geta alveg verið hrædd við hann en þau þekkja hann alveg og taka honum eins og hann er,“ segir móðirin. „Hann hefur verið inni með bekknum en stundum þurft að sitja afsíðis. Það er það sem þau ættu að gera í Ármúlanum. Finna lausn á þessu.“ Hún minnir á rétt drengsins til skólagöngu í framhaldsskóla. Forsvarsmenn Fjölbrautar í Ármúla hafi lagt til að prófa Tækniskólann og hvort það hentaði betur.Skólameistarinn segir engum hafa verið vikið úr skóla „Við sem þekkjum hann teljum það ekki henta betur. Annars hefðum við sótt um þann skóla. Þetta er mjög leiðinlegt mál.“ Þau séu bara svo hissa. „Það eru allir svo hissa sem hafa unnið með honum. Að gefast upp á honum eftir tvo daga.“ Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segist í samtali við Vísi ekki mega tjá sig um einstaka mál. Hann áréttaði þó að engum nemanda hafi verið vikið úr skólanum það sem af er skólaári. Anna Guðrún segir það alveg hreinar línur að hennar mati að búið er að vísa syni hennar úr skólanum. „Hann var ekki velkominn í dag og ekki heldur á morgun. Það er búið að vísa honum úr skóla. Þau vildu ekki láta reyna meira á þetta,“ segir Anna. Hún segist hafa átt fund með skólayfirvöldum FÁ í dag þar sem ákveðið var að rita menntamálaráðuneytinu bréf með það að markmiði að finna syni hennar nýjan skóla sem hentar honum betur. Félagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Sextán ára dreng sem glímir við fötlun var í dag vikið úr sérnámsbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla, að sögn foreldra hans, eftir að hafa slegið kennara. Drengurinn hóf nám við skólann í gær. Foreldrar drengsins skilja ekki hvernig hægt sé að gefast upp á honum á öðrum degi. Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. Vilmundur Hansen, faðir drengsins, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. Sonur hans, sem býr á sambýli fyrir börn, fékk inngöngu í Ármúla en aðstandendur drengsins töldu sérnámsbraut skólans besta kostinn að loknu náminu í Klettaskóla. Færsla hans er í mikilli dreifingu og skilur fólk ekki upp né niður. „Hann er skólalaus,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, móðir drengsins. Drengurinn býr á sambýli fyrir börn og móðir hans segir alla vita að það séu engir englar sem fara þangað. „Ég dreg ekkert úr því að hann á slæmar hliðar sem eru að slá og svona,“ segir Anna Guðrún. Það sé það sem gerst hafi. En möguleikinn á því að slíkt gæti gerst ætti að hafa verið öllum ljós. Mistökin hafi verið að hafa ekki betra aðlögunarferli að skólagöngunni.Hefði átt að vera þrjóskari „Ég hefði átt að vera þrjóskari í því,“ segir Anna Guðrún. Hún hafi lagt það til á fundinum í dag að hefja skólagönguna að nýju með aðlögun. „Við buðumst til þess, að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Einhver sem þekkti hann kæmi með honum og væri eins og lengi og þyrfti. Þeirra svar var að þessi skóli hentaði honum ekki.“ Ástæðan fyrir því að drengurinn fór í skólann var sú, að sögn Önnu Guðrúnar, að þarna ætti að vera besta sérdeildin. Starfsfólkið hefði mikla starfsreynslu og þar væru miklir reynsluboltar.Ættu að finna lausn Meðal samnemenda drengsins eru börn sem voru með honum í Klettaskóla. Börn sem þekki vel til hans. „Þau geta alveg verið hrædd við hann en þau þekkja hann alveg og taka honum eins og hann er,“ segir móðirin. „Hann hefur verið inni með bekknum en stundum þurft að sitja afsíðis. Það er það sem þau ættu að gera í Ármúlanum. Finna lausn á þessu.“ Hún minnir á rétt drengsins til skólagöngu í framhaldsskóla. Forsvarsmenn Fjölbrautar í Ármúla hafi lagt til að prófa Tækniskólann og hvort það hentaði betur.Skólameistarinn segir engum hafa verið vikið úr skóla „Við sem þekkjum hann teljum það ekki henta betur. Annars hefðum við sótt um þann skóla. Þetta er mjög leiðinlegt mál.“ Þau séu bara svo hissa. „Það eru allir svo hissa sem hafa unnið með honum. Að gefast upp á honum eftir tvo daga.“ Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segist í samtali við Vísi ekki mega tjá sig um einstaka mál. Hann áréttaði þó að engum nemanda hafi verið vikið úr skólanum það sem af er skólaári. Anna Guðrún segir það alveg hreinar línur að hennar mati að búið er að vísa syni hennar úr skólanum. „Hann var ekki velkominn í dag og ekki heldur á morgun. Það er búið að vísa honum úr skóla. Þau vildu ekki láta reyna meira á þetta,“ segir Anna. Hún segist hafa átt fund með skólayfirvöldum FÁ í dag þar sem ákveðið var að rita menntamálaráðuneytinu bréf með það að markmiði að finna syni hennar nýjan skóla sem hentar honum betur.
Félagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum