Hestafræðingur leiðir endurskoðun á fæðingarorlofi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 14:34 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira