Grenjandi rigning og hvassviðri á sunnudag en ágætis veður á Menningarnótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 11:30 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 næstkomandi sunnudag. Eins og sést á að rigna hraustlega á landinu og síðar um kvöldið færist lægðin norður með tilheyrandi úrkomu þar. veðurstofa íslands „Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira