Grenjandi rigning og hvassviðri á sunnudag en ágætis veður á Menningarnótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 11:30 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 næstkomandi sunnudag. Eins og sést á að rigna hraustlega á landinu og síðar um kvöldið færist lægðin norður með tilheyrandi úrkomu þar. veðurstofa íslands „Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent